Það borgar sig ekki að dæma Rannsóknina á leyndardómum Eyðihússins af kápunni, enda verðskuldar bókin bæði betri kápu og raunar betri titil líka. Kápan er alltof ofhlaðin, þótt ýmislegt við hana skýrist þegar líður á lesturinn, en hins vegar eru myndskreytingar á allra fyrstu og síðustu opnu bókarinnar mun betur heppnaðar. Titillinn er svo ekki bara langur og þvælinn, heldur ýtir hann dálítið undir þann misskilning að þetta sé ráðgátubók – og þótt hún sé það kannski að einhverju leyti þá er þetta miklu frekar spennusaga.
Sagan gerist öll í smáþorpinu Álftabæ, sem er þó samkvæmt formála bókarinnar sem kallast „Staðreyndir“ raunverulegt þorp hvers nafni hefur verið breytt til að vernda íbúana. Kankvíslegur leikur höfundar og lesenda hefst strax þarna, það er fátt sem bendir til þess að þetta sé byggt á sannsögulegum atburðum eða raunverulegu þorpi að …
Athugasemdir