Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ævintýraleg fjölskyldusaga Andra

Þeg­ar Andra Snæ Magna­syni rit­höf­undi datt í hug að nota sög­ur fjöl­skyldu sinn­ar í bók, sem átti að breyta skynj­un les­enda á tím­an­um sjálf­um, kom aldrei ann­að til greina en að saga ömmu hans yrði í for­grunni. Fjöl­skyld­an sjálf ef­að­ist um þá hug­mynd, eins og kom fram í kaffispjalli á heim­ili ömm­unn­ar, Huldu Guð­rún­ar, í Hlað­bæn­um á dög­un­um.

Ævintýraleg fjölskyldusaga Andra
Með rætur í Árbænum Andri Snær er fjórða kynslóð Árbæinga. Honum hefur stundum sviðið sú ímynd Árbæjar að hann sé sögulaus og lætur sig drauma um að skrifa sögu hverfisins í ellinni. Mynd: Heiða Helgadóttir

Í einum af fremstu köflum bókarinnar Um tímann og vatnið, nýju verki úr smiðju Andra Snæs Magnasonar, segir af samtali föður og dóttur við eldhúsborðið heima hjá ömmu skáldsins í Hlaðbæ í Árbæjarhverfi. Í senunni setur Andri upp reiknileik fyrir dóttur sína og sýnir henni fram á að hún sjálf þekki fólk sem teygi sig yfir heil 262 ár: 

Ímyndaðu þér. 262 ár. Það er tíminn sem þú tengir saman. Þú þekkir fólkið sem spannar allan þennan tíma. Tíminn þinn er tími einhvers sem þú þekkir, elskar og mótar þig. Og tíminn þinn er líka tími einhvers sem þú munt þekkja og elska, tíminn sem þú skapar. Þú getur snert 262 ár með berum höndum. Amma kennir þér, þú kennir þinni ömmustelpu. Þú getur haft bein áhrif á framtíðina, alveg til ársins 2186. 

Nú sitjum við við þetta sama borðstofuborð í Hlaðbænum, skáldið, Andri Snær Magnason, dóttir hans, Hulda Filippía, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár