Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Varðskipið Þór til taks fyrir vestan

Skip­inu siglt vest­ur í gær í var­úð­ar­skyni. Mik­ið öldurót úti af Dýra­firði í morg­un. Lít­il skipaum­ferð er á Vest­fjörð­um eða út af Norð­ur­landi og liggja skip í vari.

Óveðrið er skollið á Vestfjörðum, Norðvesturlandi og Norðausturlandi. Gefin hefur verið út rauð viðvörun í fyrsta sinn á Ströndum og Norðurlandi vestra. Hluti ástæðunnar fyrir rauðri viðvörun er að ölduhæð verður mikil.

Varðskipið Þór sigldi vestur í gær vegna yfirvofandi óveðurs og er til taks í Ísafjarðardjúpi ef á þarf að halda en skipið hefur sinnt eftirliti á hafsvæðinu umhverfis landið undanfarna daga. Þá eru þyrlur Landhelgisgæslunnar sömuleiðis til taks í Reykjavík.

Lítil skipaumferð er nú á Vestfjörðum. Fjögur skip liggja í vari undir Grænuhlíð og eitt tankskip er á leið fyrir Hornbjarg og fer suður með Vestfjörðum. Engin skipaumferð er á miðunum norður af landinu en stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fylgist vel með skipaumferð umhverfis landið allt.

Meðfylgjandi myndbönd voru tekin af áhöfn varðskipsins Þórs í morgun þegar skipið var út af Dýrafirði snemma í morgun. Eins og sjá má var þá farið að hvessa hressilega á Vestfjarðamiðum og gekk sjórinn yfir varðskipið.

Á Norðurlandi fer verður versnandi og er orðið bálhvasst á norðanverðum Tröllaskaga. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, sagði um klukkan 11:00 að þar væri vind farið að herða verulega og veðrið væri að skella á. Aðspurður sagðist hann telja, og raunar vita fyrir víst, að menn hefðu verið að í gærkvöldi og í morgun við að tryggja muni fyrir veðrinu, líta til með bátum og tryggja að skepnur á útigangi hefðu fóður.

Óveðrið færist suður og austur með landinu í dag. Gult ástand tekur við á höfuðborgarsvæðinu með ört vaxandi norðanátt, 18 til 23 metrum á sekúndu í vesturhverfum. Klukkan þrjú tekur við appelsínugult ástand, á höfuðborgarsvæðinu með norðan stormi eða roki, 20-28 metrum á sekúndu. Hvassast verður vestantil í borginni, á Kjalarnesi og Mosfellsbæ. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands er áhættunni lýst: „Samgöngutruflanir eru líklegar á meðan veðrið gengur yfir og truflanir á flugsamgöngum. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni.“ Appelsínugult ástand gildir til klukkan 7 í fyrramálið í höfuðborginni, en nær yfir allt land fram að aðfararnótt fimmtudags.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár