Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Varðskipið Þór til taks fyrir vestan

Skip­inu siglt vest­ur í gær í var­úð­ar­skyni. Mik­ið öldurót úti af Dýra­firði í morg­un. Lít­il skipaum­ferð er á Vest­fjörð­um eða út af Norð­ur­landi og liggja skip í vari.

Óveðrið er skollið á Vestfjörðum, Norðvesturlandi og Norðausturlandi. Gefin hefur verið út rauð viðvörun í fyrsta sinn á Ströndum og Norðurlandi vestra. Hluti ástæðunnar fyrir rauðri viðvörun er að ölduhæð verður mikil.

Varðskipið Þór sigldi vestur í gær vegna yfirvofandi óveðurs og er til taks í Ísafjarðardjúpi ef á þarf að halda en skipið hefur sinnt eftirliti á hafsvæðinu umhverfis landið undanfarna daga. Þá eru þyrlur Landhelgisgæslunnar sömuleiðis til taks í Reykjavík.

Lítil skipaumferð er nú á Vestfjörðum. Fjögur skip liggja í vari undir Grænuhlíð og eitt tankskip er á leið fyrir Hornbjarg og fer suður með Vestfjörðum. Engin skipaumferð er á miðunum norður af landinu en stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fylgist vel með skipaumferð umhverfis landið allt.

Meðfylgjandi myndbönd voru tekin af áhöfn varðskipsins Þórs í morgun þegar skipið var út af Dýrafirði snemma í morgun. Eins og sjá má var þá farið að hvessa hressilega á Vestfjarðamiðum og gekk sjórinn yfir varðskipið.

Á Norðurlandi fer verður versnandi og er orðið bálhvasst á norðanverðum Tröllaskaga. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, sagði um klukkan 11:00 að þar væri vind farið að herða verulega og veðrið væri að skella á. Aðspurður sagðist hann telja, og raunar vita fyrir víst, að menn hefðu verið að í gærkvöldi og í morgun við að tryggja muni fyrir veðrinu, líta til með bátum og tryggja að skepnur á útigangi hefðu fóður.

Óveðrið færist suður og austur með landinu í dag. Gult ástand tekur við á höfuðborgarsvæðinu með ört vaxandi norðanátt, 18 til 23 metrum á sekúndu í vesturhverfum. Klukkan þrjú tekur við appelsínugult ástand, á höfuðborgarsvæðinu með norðan stormi eða roki, 20-28 metrum á sekúndu. Hvassast verður vestantil í borginni, á Kjalarnesi og Mosfellsbæ. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands er áhættunni lýst: „Samgöngutruflanir eru líklegar á meðan veðrið gengur yfir og truflanir á flugsamgöngum. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólki er bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni.“ Appelsínugult ástand gildir til klukkan 7 í fyrramálið í höfuðborginni, en nær yfir allt land fram að aðfararnótt fimmtudags.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu