Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Oslóartréð flæktist og sat fast í krana

Starfs­menn borg­ar­inn­ar lentu í vand­ræð­um við að fella tréð. Um var­úð­ar­ráð­stöf­un vegna yf­ir­vof­andi óveð­urs er að ræða. Rauð við­vör­un hef­ur ver­ið gef­in út í eft­ir­mið­dag­inn.

Starfsmenn Reykjavíkurborgar lentu í erfiðleikum við að fella Oslóartréð í morgun en bæði tréð og ljósaseríur flæktust og sat allt fast um tíma í krana vorubíls sem notaður var til að leggja tréð niður. Um varúðarráðstöfun vegna yfirvofandi óveðurs var að ræða. Sækja varð lyftara til að greiða úr flækjunni en að lokum hafðist það. Búist er við að hið versta óveður skelli á um miðjan dag í borginni.

Hjalti Guðmundsson, skrifstofustjóri rekstrar og umhirðu í borgarlandinu, sér um yfirstjórn verkefna og samskipti við viðbraðgsaðila og aðgerðarstjórn björgunarsveita og lögreglu. Hann segir að tekin hafi verið ákvörðun um að fella tréð til að verja bæði það og nágrenni þess. Olsóartréð brotnaði einmitt í óveðri fyrir fjórum árum síðan.  „Við ætlum jafnvel að taka niður tvö önnur tré, annað við Kringluna og hitt við nýja Herkastalann við Suðurlandsbraut. Þau standa dálítið á berangri og við erum að velta því fyrir okkur að fella þau til að koma í veg fyrir foktjón.“

Hjalti segir að hjá borginni hafi menn talsverðar áhyggjur af vatnstjóni auk foktjóns. „Farið var á alla lágpunkta svokallaða, það eru svelgir og niðurföll sem standa lægst og taka við mesut vatninu, og reyndum að hreinsa frá þeim og ganga þannig frá að ekki væri hætta á að þar stíflaðist.“

Hjalti segir að hverfisstöðvar verði mannaðar eftir hádegi með teymum sem geti farið út til að koma í veg fyrir vatnstjón eða tjón á eignum borgarinnar ef í það fer. „Það er auðvitað með þeim fyrirvara að við erum ekki að stefna fólkinu okkar í hættu, þá grípa lögreglan og Landsbjörg inn í. Við erum í þéttu sambandi við aðgerðarmiðstöðina í Skógarhlíð og ef það er einhver flötur á því þá sendum við fólk til aðstoðar við viðbragðsaðila. Að öðru leyti verður okkar fólk bara inni við, til að tefla ekki í neina tvísýnu.“

Hjalti segir að hann hafi nokkrar áhyggjur af ölduhæð við Sæbraut og einnig við Ægissíðu. Hann hvetur fólk eindregið til að halda sig fjarri ströndinni eins og hægt er enda geti veruleg hætta skapast þar ef veður verður með þeim hætti sem spáð er.

Starfsmenn borgarinnar eru á ferð í fyrirbyggjandi aðgerðum. Meðal annars þurftu þeir í morgun að bregðast við og fara upp í Úlfarsárdal til að ganga frá á byggingarsvæði þar sem talið var að fokhætta gæti verið til staðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár