Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Oslóartréð flæktist og sat fast í krana

Starfs­menn borg­ar­inn­ar lentu í vand­ræð­um við að fella tréð. Um var­úð­ar­ráð­stöf­un vegna yf­ir­vof­andi óveð­urs er að ræða. Rauð við­vör­un hef­ur ver­ið gef­in út í eft­ir­mið­dag­inn.

Starfsmenn Reykjavíkurborgar lentu í erfiðleikum við að fella Oslóartréð í morgun en bæði tréð og ljósaseríur flæktust og sat allt fast um tíma í krana vorubíls sem notaður var til að leggja tréð niður. Um varúðarráðstöfun vegna yfirvofandi óveðurs var að ræða. Sækja varð lyftara til að greiða úr flækjunni en að lokum hafðist það. Búist er við að hið versta óveður skelli á um miðjan dag í borginni.

Hjalti Guðmundsson, skrifstofustjóri rekstrar og umhirðu í borgarlandinu, sér um yfirstjórn verkefna og samskipti við viðbraðgsaðila og aðgerðarstjórn björgunarsveita og lögreglu. Hann segir að tekin hafi verið ákvörðun um að fella tréð til að verja bæði það og nágrenni þess. Olsóartréð brotnaði einmitt í óveðri fyrir fjórum árum síðan.  „Við ætlum jafnvel að taka niður tvö önnur tré, annað við Kringluna og hitt við nýja Herkastalann við Suðurlandsbraut. Þau standa dálítið á berangri og við erum að velta því fyrir okkur að fella þau til að koma í veg fyrir foktjón.“

Hjalti segir að hjá borginni hafi menn talsverðar áhyggjur af vatnstjóni auk foktjóns. „Farið var á alla lágpunkta svokallaða, það eru svelgir og niðurföll sem standa lægst og taka við mesut vatninu, og reyndum að hreinsa frá þeim og ganga þannig frá að ekki væri hætta á að þar stíflaðist.“

Hjalti segir að hverfisstöðvar verði mannaðar eftir hádegi með teymum sem geti farið út til að koma í veg fyrir vatnstjón eða tjón á eignum borgarinnar ef í það fer. „Það er auðvitað með þeim fyrirvara að við erum ekki að stefna fólkinu okkar í hættu, þá grípa lögreglan og Landsbjörg inn í. Við erum í þéttu sambandi við aðgerðarmiðstöðina í Skógarhlíð og ef það er einhver flötur á því þá sendum við fólk til aðstoðar við viðbragðsaðila. Að öðru leyti verður okkar fólk bara inni við, til að tefla ekki í neina tvísýnu.“

Hjalti segir að hann hafi nokkrar áhyggjur af ölduhæð við Sæbraut og einnig við Ægissíðu. Hann hvetur fólk eindregið til að halda sig fjarri ströndinni eins og hægt er enda geti veruleg hætta skapast þar ef veður verður með þeim hætti sem spáð er.

Starfsmenn borgarinnar eru á ferð í fyrirbyggjandi aðgerðum. Meðal annars þurftu þeir í morgun að bregðast við og fara upp í Úlfarsárdal til að ganga frá á byggingarsvæði þar sem talið var að fokhætta gæti verið til staðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
3
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár