Útgerðarfélagið Samherji keypti kvóta í Marokkó á árunum 2007 til 2009 í gegnum kvótahafa sem voru beintengdir inn í stjórnmálalífið í landinu, meðal annars þingmenn. Kvótinn var keyptur af kvótahöfum sem höfðu fengið hann í gegnum ríkisvaldið í Marokkó en óljóst er hvernig kvótahafarnir fengu aðgang að honum.
Þetta kemur fram í gögnum um starfsemi Samherja í Marokkó sem Stundin hefur undir höndum í gegnum Wikileaks. Skjölin eru hluti af gagnapakka sem Wikileaks fékk aðgang að og hefur birt á heimasíðu sinni að hluta og deilt með nokkrum fjölmiðlum. Umrædd gögn fjalla aðallega um starfsemi Samherja í Namibíu og greindu Kveikur, Stundin og Al Jazeera frá helsta inntaki þeirra – stórfelldum mútugreiðslum Samherja til áhrifamanna í Namibíu í skiptum fyrir hestamakrílskvóta – fyrir skömmu.
Á árunum 2007 til 2013 rak Samherji arðbæra útgerð í Marokkó …
Athugasemdir