Pakkaferðir til Sýrlands, skráning á vörumerki, andakvak, fílatað með ávaxtabragði, og rottur sem naga sig í gegnum ljósleiðara eru á meðal furðumála sem hafa komið upp í heiminum að undanförnu.
Sumarfrí í Sýrlandi
Tvær rússneskar ferðaskrifstofur bjóða nú pakkaferðir til Sýrlands en í auglýsingum þeirra er hvergi að finna varnaðarorð um að ástandið kunni að vera ótryggt. Dregið hefur úr bardögum í landinu en það er engu að síður stríðssvæði og ein rjúkandi rúst eftir meira en átta ára langt borgarastríð.
Önnur ferðaskrifstofan virðist hafa lokað fyrir skráningar á vefnum eftir gagnrýni frá rússneska utanríkisráðuneytinu en hin er enn að selja miða þegar þetta er skrifað. Pakkinn kostar tæpa tvö þúsund dollara, eða rúmlega 230 þúsund íslenskar krónur. Það vekur þó athygli að inni í þeirri upphæð eru hvorki flugmiðar né tryggingagjöld og ætla má að þau geti verið býsna há fyrir ferðamenn í Sýrlandi.
Rússnesk yfirvöld leggjast eindregið gegn …
Athugasemdir