Hádegissólin er brennheit í landamærabænum La Mesilla. Hún steikir á okkur hnakkann á meðan við burðumst með farangurinn okkar eftir markaðsgötunni.
Við lögðum af stað frá fjallaborginni San Cristóbal de las Casas, í Chiapas, syðsta héraði Mexíkó, um hálf sjö að morgni. Í La Mesilla staðnæmist litla rútan á troðnu bílastæðaplani og farþegarnir ryðjast út í hitann.
Gvatemölsku landamæraverðirnir stimpla passana okkar og fara ekki fram á aukagreiðslur, eins og við höfðum lesið okkur til um að gæti vel gerst. Við fögnum því, erum ekki með mikið lausafé á okkur, hvorki pesóa né quetzali. Samkvæmt plani á enda stoppið hér í La Mesilla að vera stutt og næst liggur leiðin til Quetzaltenango, eða Xela, eins og innfæddir kalla borgina blessunarlega. Okkur er létt, við köstum mæðinni, teygjum úr okkur og tyllum okkur á flísalögðu þrepin sem við vitum ekki þá að verða samastaður okkar næstu átta tímana.
Og það er …
Athugasemdir