Einar Skúlason ólst upp í Fellahverfi í Breiðholti en flutti á unglingsárum í miðbæinn. Þrátt fyrir að vera borgarbarn varði hann miklum tíma úti í náttúrunni og segist hann hafa verið náttúrubarn síðan hann man eftir sér.
„Ég byrjaði að ganga með ömmu í Hvalfirði þegar ég var fjögurra til fimm ára polli. Hún og afi bjuggu í bragga í Hvalfirði og var afi stöðvarstjóri í Olíustöðinni þar og sóttist ég mikið eftir því að fara til þeirra og vera þar. Það var alltaf gott að koma til þeirra. Ég fékk að fara með ömmu í gönguferðir af því að ég hafði svo gaman af þessu og kvartaði aldrei. Ég var svo áhugasamur; ég var ekkert að spyrja hvenær við færum heim eða að segja að ég væri svo svangur, eins og sum börn gera. Mér fannst gaman að sjá ólíka hluti og skoða. Amma sagði oft sögur eða benti …
Athugasemdir