Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Viðtalið sem felldi prins

Andrés Bretaprins hef­ur dreg­ið sig í hlé frá öll­um op­in­ber­um störf­um í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð eft­ir að hann veitti um­deilt sjón­varps­við­tal um vin­skap sinn við banda­ríska barn­aníð­ing­inn Jef­frey Ep­stein. Ep­stein fannst lát­inn í fanga­klefa á dög­un­um og hafa tveir fanga­verð­ir ver­ið hand­tekn­ir vegna máls­ins. Stúlka, sem seg­ir Andrés og Ep­stein hafa brot­ið gegn sér ít­rek­að, hvet­ur prins­inn til að gefa sig fram við yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um.

Jeffrey Epstein var fjárfestir og auðkýfingur sem fékk snemma það orðspor að hafa áhuga á ungum stúlkum og villtu djammi. Hann átti valdamikla vini og þrálátur orðrómur var uppi um að hann útvegaði þeim ólögráða stúlkur í einkasamkvæmum.

Árið 2008 var Epstein sakfelldur eftir langa lögreglurannsókn. 17 vitni voru yfirheyrð, þar af fimm brotaþolar, og þótti ljóst að hann hafi vitað að stúlkurnar væru undir lögaldri. Ákæran var alls 53 blaðsíður að lengd og hefði mjög sennilega getað orðið til þess að Epstein yrði dæmdur í ævilangt fangelsi á sínum tíma. Af einhverjum ástæðum féllst saksóknarinn hins vegar á málamiðlun sem kom í veg fyrir alla frekari rannsókn málanna. Epstein slapp með 13 mánaða fangelsi sem hann afplánaði að stærstum hluta utan fangelsismúranna og samverkamenn hans sluppu með skrekkinn.

Síðar kom í ljós að rannsakendur ræddu við að minnsta kosti 36 stúlkur sem sögðu sömu sögu af samskiptum sínum við …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár