Jeffrey Epstein var fjárfestir og auðkýfingur sem fékk snemma það orðspor að hafa áhuga á ungum stúlkum og villtu djammi. Hann átti valdamikla vini og þrálátur orðrómur var uppi um að hann útvegaði þeim ólögráða stúlkur í einkasamkvæmum.
Árið 2008 var Epstein sakfelldur eftir langa lögreglurannsókn. 17 vitni voru yfirheyrð, þar af fimm brotaþolar, og þótti ljóst að hann hafi vitað að stúlkurnar væru undir lögaldri. Ákæran var alls 53 blaðsíður að lengd og hefði mjög sennilega getað orðið til þess að Epstein yrði dæmdur í ævilangt fangelsi á sínum tíma. Af einhverjum ástæðum féllst saksóknarinn hins vegar á málamiðlun sem kom í veg fyrir alla frekari rannsókn málanna. Epstein slapp með 13 mánaða fangelsi sem hann afplánaði að stærstum hluta utan fangelsismúranna og samverkamenn hans sluppu með skrekkinn.
Síðar kom í ljós að rannsakendur ræddu við að minnsta kosti 36 stúlkur sem sögðu sömu sögu af samskiptum sínum við …
Athugasemdir