Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Vogin stelur frá hverri einustu manneskju sem kaupir ávexti og grænmeti“

Við­skipta­vin­ur Bón­us vek­ur at­hygli á skakkri mæl­ingu á græn­meti í versl­un­inni. Fannst ólík­legt að paprík­an væri 250 grömm. Vog­in bætti við 120 grömm­um.

„Vogin stelur frá hverri einustu manneskju sem kaupir ávexti og grænmeti“

Viðskiptavinur í Bónus í Skipholti sagði frá því á Facebook um helgina að vogin á afgreiðslukassanum hafi gefið skakka mælingu og hann því krafinn um of háa greiðslu fyrir vöruna. Flori Fundateanu tók eftir því að samkvæmt mælingu verslunarinnar vó papríkan sem hún var að kaupa nær 250 grömm, sem henni þótti ólíklegt. Þegar hún benti afgreiðslukonunni á þetta tók hún súkkulaðistykki sem var merkt 300 grömm og setti það á vogina. Samkvæmt voginni vó súkkulaðið hins vegar 420 grömm og skeikaði því um 120 grömm. „Vogin stelur frá hverri einustu manneskju sem kaupir ávexti og grænmeti. 120 fjandans grömmum er bætt við allt sem ég kaupi,“ segir Flori. 

„Vogin stelur frá hverri einustu manneskju sem kaupir ávexti og grænmeti.“

Flori segir frá því að í kjölfarið hafi vogin verið endurræst og allar vörur skannaðar inn á ný. Niðurstaðan var sú að reikningurinn lækkaði um sjö hundruð krónur, en Flori var með fleiri ávexti og grænmeti í körfunni. Grapevine fjallaði um málið í gær þar sem meðal annars er rætt við Flori. Hún ráðleggur neytendum að nota vogir sem séu tiltækar í flestum verslunum og fylgjast með þegar vörur eru vigtaðar. 

Ekki verið skoðað kerfisbundið

Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir stofnunina reglulega fá ábendingar um skakkar mælingar. Verslanir eigi að vera með löggild mælingartæki og Neytendastofa gangi á eftir því að þau séu það. „Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru þarna á bakvið,“ segir hann. 

Tryggvi segir alvarlegt mál ef verslanir skekkja vogir vísvitandi og tekur sem dæmi löggilta vigtarmenn á hafnarvogum. Þar hafi komið upp mál þar sem Neytendastofa hefur svipt menn löggildingu vegna endurtekinna brota, en stofnunin hafi hins vegar ekki heimild til að svipta verslanir starfsleyfi. Hins 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár