Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Vogin stelur frá hverri einustu manneskju sem kaupir ávexti og grænmeti“

Við­skipta­vin­ur Bón­us vek­ur at­hygli á skakkri mæl­ingu á græn­meti í versl­un­inni. Fannst ólík­legt að paprík­an væri 250 grömm. Vog­in bætti við 120 grömm­um.

„Vogin stelur frá hverri einustu manneskju sem kaupir ávexti og grænmeti“

Viðskiptavinur í Bónus í Skipholti sagði frá því á Facebook um helgina að vogin á afgreiðslukassanum hafi gefið skakka mælingu og hann því krafinn um of háa greiðslu fyrir vöruna. Flori Fundateanu tók eftir því að samkvæmt mælingu verslunarinnar vó papríkan sem hún var að kaupa nær 250 grömm, sem henni þótti ólíklegt. Þegar hún benti afgreiðslukonunni á þetta tók hún súkkulaðistykki sem var merkt 300 grömm og setti það á vogina. Samkvæmt voginni vó súkkulaðið hins vegar 420 grömm og skeikaði því um 120 grömm. „Vogin stelur frá hverri einustu manneskju sem kaupir ávexti og grænmeti. 120 fjandans grömmum er bætt við allt sem ég kaupi,“ segir Flori. 

„Vogin stelur frá hverri einustu manneskju sem kaupir ávexti og grænmeti.“

Flori segir frá því að í kjölfarið hafi vogin verið endurræst og allar vörur skannaðar inn á ný. Niðurstaðan var sú að reikningurinn lækkaði um sjö hundruð krónur, en Flori var með fleiri ávexti og grænmeti í körfunni. Grapevine fjallaði um málið í gær þar sem meðal annars er rætt við Flori. Hún ráðleggur neytendum að nota vogir sem séu tiltækar í flestum verslunum og fylgjast með þegar vörur eru vigtaðar. 

Ekki verið skoðað kerfisbundið

Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir stofnunina reglulega fá ábendingar um skakkar mælingar. Verslanir eigi að vera með löggild mælingartæki og Neytendastofa gangi á eftir því að þau séu það. „Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru þarna á bakvið,“ segir hann. 

Tryggvi segir alvarlegt mál ef verslanir skekkja vogir vísvitandi og tekur sem dæmi löggilta vigtarmenn á hafnarvogum. Þar hafi komið upp mál þar sem Neytendastofa hefur svipt menn löggildingu vegna endurtekinna brota, en stofnunin hafi hins vegar ekki heimild til að svipta verslanir starfsleyfi. Hins 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár