Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Vogin stelur frá hverri einustu manneskju sem kaupir ávexti og grænmeti“

Við­skipta­vin­ur Bón­us vek­ur at­hygli á skakkri mæl­ingu á græn­meti í versl­un­inni. Fannst ólík­legt að paprík­an væri 250 grömm. Vog­in bætti við 120 grömm­um.

„Vogin stelur frá hverri einustu manneskju sem kaupir ávexti og grænmeti“

Viðskiptavinur í Bónus í Skipholti sagði frá því á Facebook um helgina að vogin á afgreiðslukassanum hafi gefið skakka mælingu og hann því krafinn um of háa greiðslu fyrir vöruna. Flori Fundateanu tók eftir því að samkvæmt mælingu verslunarinnar vó papríkan sem hún var að kaupa nær 250 grömm, sem henni þótti ólíklegt. Þegar hún benti afgreiðslukonunni á þetta tók hún súkkulaðistykki sem var merkt 300 grömm og setti það á vogina. Samkvæmt voginni vó súkkulaðið hins vegar 420 grömm og skeikaði því um 120 grömm. „Vogin stelur frá hverri einustu manneskju sem kaupir ávexti og grænmeti. 120 fjandans grömmum er bætt við allt sem ég kaupi,“ segir Flori. 

„Vogin stelur frá hverri einustu manneskju sem kaupir ávexti og grænmeti.“

Flori segir frá því að í kjölfarið hafi vogin verið endurræst og allar vörur skannaðar inn á ný. Niðurstaðan var sú að reikningurinn lækkaði um sjö hundruð krónur, en Flori var með fleiri ávexti og grænmeti í körfunni. Grapevine fjallaði um málið í gær þar sem meðal annars er rætt við Flori. Hún ráðleggur neytendum að nota vogir sem séu tiltækar í flestum verslunum og fylgjast með þegar vörur eru vigtaðar. 

Ekki verið skoðað kerfisbundið

Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir stofnunina reglulega fá ábendingar um skakkar mælingar. Verslanir eigi að vera með löggild mælingartæki og Neytendastofa gangi á eftir því að þau séu það. „Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru þarna á bakvið,“ segir hann. 

Tryggvi segir alvarlegt mál ef verslanir skekkja vogir vísvitandi og tekur sem dæmi löggilta vigtarmenn á hafnarvogum. Þar hafi komið upp mál þar sem Neytendastofa hefur svipt menn löggildingu vegna endurtekinna brota, en stofnunin hafi hins vegar ekki heimild til að svipta verslanir starfsleyfi. Hins 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár