Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Veitti kunningja yfirdrátt en lagði inn á sjálfan sig

Júlí­us Hólm Bald­vins­son leigu­bíl­stjóri sit­ur uppi með tæp­an fimm millj­óna króna yf­ir­drátt sem fyrr­ver­andi úti­bús­stjóri Spari­sjóðs Vest­mann­eyja á Sel­fossi lagði inn á sjálf­an sig. Úti­bús­stjór­inn fyrr­ver­andi, sem grun­að­ur er um nokk­urra millj­óna króna fjár­drátt í bank­an­um, við­ur­kenn­ir að hafa ekki stað­ið við sinn hluta samn­ings­ins. Júlí­us hef­ur kært mál­ið til lög­reglu.

Veitti kunningja yfirdrátt en lagði inn á sjálfan sig
Stóð ekki við samkomulagið Pétur útibússtjóri viðurkennir að hafa ekki greitt Júlíusi af láninu. „Við gerðum heiðursmannasamkomulag, sem ég hef reyndar kannski ekki alveg staðið við,“ segir Pétur.

Pétur Ármann Hjaltason, fyrrverandi útibússtjóri hjá Sparisjóði Vestmannaeyja á Selfossi, veitti kunningja sínum, Júlíusi Hólm Baldvinssyni leigubílsstjóra, 4,6 milljóna króna yfirdrátt og millifærði upphæðina síðan á sjálfan sig. Júlíus segir útibússtjórann þáverandi hafa beðið sig um tímabundið lán í september 2013, en ekki greitt sér til baka. Alla tíð síðan hefur Júlíus þurft að greiða vexti og afborganir af láninu. Hann hyggst nú fara með málið til lögreglu.

„Við vorum kunningjar og hann var á þessum tíma útibússtjóri hjá sparisjóðnum,“ segir Júlíus í samtali við Stundina. „Ég fór nú stundum til hans í bankann að spjalla að gamni, því við þekktumst, og í eitt skipti sem ég kom spurði hann upp úr þurru: „Treystirðu mér?“ Ég sagðist gera það og þá spurði hann hvort ég gæti reddað sér. Hann væri við það að missa húsið og þyrfti lán fram yfir næstu mánaðamót. Þá myndi hann greiða allt til baka. Hann reddaði mér þá yfirdrætti upp á 4,6 milljónir og setti það inn á sinn reikning. Meira vissi ég ekki.“

Pétur stóð hins vegar ekki við orð sín og strax um næstu mánaðamót þurfti Júlíus að borga vexti af yfirdrættinum. Júlíus segist hafa gengið 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár