Pétur Ármann Hjaltason, fyrrverandi útibússtjóri hjá Sparisjóði Vestmannaeyja á Selfossi, veitti kunningja sínum, Júlíusi Hólm Baldvinssyni leigubílsstjóra, 4,6 milljóna króna yfirdrátt og millifærði upphæðina síðan á sjálfan sig. Júlíus segir útibússtjórann þáverandi hafa beðið sig um tímabundið lán í september 2013, en ekki greitt sér til baka. Alla tíð síðan hefur Júlíus þurft að greiða vexti og afborganir af láninu. Hann hyggst nú fara með málið til lögreglu.
„Við vorum kunningjar og hann var á þessum tíma útibússtjóri hjá sparisjóðnum,“ segir Júlíus í samtali við Stundina. „Ég fór nú stundum til hans í bankann að spjalla að gamni, því við þekktumst, og í eitt skipti sem ég kom spurði hann upp úr þurru: „Treystirðu mér?“ Ég sagðist gera það og þá spurði hann hvort ég gæti reddað sér. Hann væri við það að missa húsið og þyrfti lán fram yfir næstu mánaðamót. Þá myndi hann greiða allt til baka. Hann reddaði mér þá yfirdrætti upp á 4,6 milljónir og setti það inn á sinn reikning. Meira vissi ég ekki.“
Pétur stóð hins vegar ekki við orð sín og strax um næstu mánaðamót þurfti Júlíus að borga vexti af yfirdrættinum. Júlíus segist hafa gengið
Athugasemdir