Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Uppnám í Leifsstöð: „Ég kem aldrei aftur til Íslands“

Ferða­mað­ur seg­ir ljóta sögu af ör­ygg­is­vörð­um á Kefla­vík­ur­flug­velli. „Þeir spörk­uðu í flug­far­þega eins og götu­hunda,“ seg­ir ástr­alski pró­fess­or­inn Merryn Daw­born-Gundlach sem lenti í 13 klukku­tíma töf vegna verk­falls flug­um­ferð­ar­stjóra.

Uppnám í Leifsstöð: „Ég kem aldrei aftur til Íslands“
Sofandi um alla flugstöð Meðfylgjandi myndir voru teknar árla morguns í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Upplýsingafulltrúi ISAVIA segir fjölmarga ferðamenn vilja spara sér pening og gista í flugstöðinni frekar en á nærliggjandi hótelum og gistiheimilum.

Fjölmargir ferðamenn lentu í skakkaföllum vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra fyrr í mánuðinum en ein þeirra, háskólaprófessorinn Merryn Dawborn-Gundlach frá Ástralíu, segir í samtali við Stundina að hún hafi upplifað óskipulag og almenn ömurlegheit þegar þrettán klukkutíma töf varð á flugi hennar frá Íslandi til Hamborgar. 

Hún átti flug með flugfélaginu Eurowings mánudaginn 6. júní síðastliðinn klukkan tíu mínútur í eitt eftir miðnætti og segir að ósköpin hafi byrjað um leið og farþegum hafi verið gert að fara frá borði.

Algjört öngþveiti og engar upplýsingar

„Við fengum engar upplýsingar um hvað hefði gerst. Við vorum bara rekin frá borði og smalað inn í flugstöðina eins og hópi af sauðfé. Við fengum engar skýringar eða upplýsingar um það hvað við ættum að gera eða hvert við ættum að fara. Við fengum á endanum innihaldslausa tilkynningu frá starfsmanni flugvallarins sem virtist hafa lúmskt gaman af allri athyglinni sem hún fékk. Hún hafði í raun ekkert að segja og virtist ekki hafa nein völd til þess að ákveða eða gera nokkuð í okkar málum,“ segir Merryn sem var mikið niðri fyrir vegna málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár