Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Uppnám í Leifsstöð: „Ég kem aldrei aftur til Íslands“

Ferða­mað­ur seg­ir ljóta sögu af ör­ygg­is­vörð­um á Kefla­vík­ur­flug­velli. „Þeir spörk­uðu í flug­far­þega eins og götu­hunda,“ seg­ir ástr­alski pró­fess­or­inn Merryn Daw­born-Gundlach sem lenti í 13 klukku­tíma töf vegna verk­falls flug­um­ferð­ar­stjóra.

Uppnám í Leifsstöð: „Ég kem aldrei aftur til Íslands“
Sofandi um alla flugstöð Meðfylgjandi myndir voru teknar árla morguns í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Upplýsingafulltrúi ISAVIA segir fjölmarga ferðamenn vilja spara sér pening og gista í flugstöðinni frekar en á nærliggjandi hótelum og gistiheimilum.

Fjölmargir ferðamenn lentu í skakkaföllum vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra fyrr í mánuðinum en ein þeirra, háskólaprófessorinn Merryn Dawborn-Gundlach frá Ástralíu, segir í samtali við Stundina að hún hafi upplifað óskipulag og almenn ömurlegheit þegar þrettán klukkutíma töf varð á flugi hennar frá Íslandi til Hamborgar. 

Hún átti flug með flugfélaginu Eurowings mánudaginn 6. júní síðastliðinn klukkan tíu mínútur í eitt eftir miðnætti og segir að ósköpin hafi byrjað um leið og farþegum hafi verið gert að fara frá borði.

Algjört öngþveiti og engar upplýsingar

„Við fengum engar upplýsingar um hvað hefði gerst. Við vorum bara rekin frá borði og smalað inn í flugstöðina eins og hópi af sauðfé. Við fengum engar skýringar eða upplýsingar um það hvað við ættum að gera eða hvert við ættum að fara. Við fengum á endanum innihaldslausa tilkynningu frá starfsmanni flugvallarins sem virtist hafa lúmskt gaman af allri athyglinni sem hún fékk. Hún hafði í raun ekkert að segja og virtist ekki hafa nein völd til þess að ákveða eða gera nokkuð í okkar málum,“ segir Merryn sem var mikið niðri fyrir vegna málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár