Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Tók byltinguna skrefinu lengra: „Fyllist viðbjóði yfir því hversu algengt kynferðisofbeldi er“

Edda Ýr Garð­ars­dótt­ir hvet­ur fólk til þess að skipta um for­síðu­mynd á Face­book í eina viku.

Tók byltinguna skrefinu lengra: „Fyllist viðbjóði yfir því hversu algengt kynferðisofbeldi er“

Edda Ýr Garðarsdóttir, myndlistarkennari og móðir þriggja drengja, er ein þeirra sem hefur fylgst með Beauty tips byltingunni svokölluðu þar sem hundruð kvenna hefur síðustu misseri mótmælt þöggun um kynferðislegt ofbeldi með því að deila reynslusögum sínum. „Allar þessar reynslusögur á Beauty tips eru svo sterkar. Það er rosalegt að sjá allar þessar sögur týnast inn og ég dáist að hugrekkinu, en fyllist líka viðbjóði yfir því hversu hrikalega algengt kynferðisofbeldi er,“ segir Edda Ýr.

Mjög góðar viðtökur

Hún lét ekki sitt eftir liggja og fékk Jóhönnu Svölu Rafnsdóttur vinkonu sína, og grafískan hönnuð, með sér í lið og saman bjuggu þær til forsíðumyndir á Facebook. Gula myndin þýðir að þú þekkir einhvern sem hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Appelsínugula myndin að þú hafir orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Svo eru notuð við ‪#‎konurtala, ‪#‎þöggun og #outloud. 

Edda Ýr segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar og að fjölmargir hafi skipt um forsíðumyndir. „Við höfum fengið fyrirspurnir um hvort við gætum bætt við litum, til dæmis að konur sem hefðu orðið fyrir heimilisofbeldi hefðu sérstakan lit. En við töldum sterkara að við værum að nota sömu myndirnar en fólki sé frjálst að gera það sem það vill með þær. Þetta er átak sem má gjarnan þróast. Ég sá til dæmis eina flotta mynd hjá karlmanni sem vildi styðja átakið og hann hafði sett gagnsæa mynd yfir forsíðumyndina sína. Maður sér hann þarna skeggjaðan undir myndinni. Mér fannst það mjög áhrifamikið,“ segir hún. 

Myndgera vandann

En hvernig kviknaði hugmyndin að átakinu? „Ég fór að hugsa til þess þegar ég fór að sjá Píkusögur á sínum tíma í litlum sal í Borgarleikhúsinu og síðar aftur í stærri sal. Þá fannst mér svo sterkt að verða vitni að því þegar fólk var beðið um að standa upp ef því hefði verið nauðgað, svo ef einhverjum nákomnum hefði verið nauðgað; vinur, vinkona eða kunningi. Man ekki nákvæmlega hvernig þetta var en að lokum stóðu allir í salnum og það var svo hræðilega sorglegt,“ segir Edda Ýr. 

Edda Ýr bendir á þó svo að kraftur byltingarinnar hafi spurst út þá sé Beauty tips lokaður hópur. „Mig langaði því að taka þetta skrefinu lengra og myndgera vandann með aðstoð vinkonu minnar,“ segir hún.

„Um leið og Facebook fyllist af þessum prófilmyndum þá verður það svo sýnilegt hversu hryllilega stórt mein nauðgunarmenningin er. Hún snertir okkur öll.“

„Þetta hefur alla burði til að verða alþjóðleg vakning held ég. Myndirnar eiga að vekja fólk til umhugsunar og virkja samtakamátt fjöldans. Við þurfum að breyta! Við getum öll haft áhrif og breytt heiminum til hins betra með stóru eða smáu. Um leið og Facebook fyllist af þessum prófilmyndum þá verður það svo sýnilegt hversu hryllilega stórt mein nauðgunarmenningin er. Hún snertir okkur öll,“ segir Edda Ýr. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár