Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þriggja ára martröð hjúkrunarfræðings

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hef­ur geng­ið í gegn­um ægi­lega lífs­reynslu. Fyr­ir þrem­ur ár­um lést sjúk­ling­ur henn­ar og hún var sök­uð um mann­dráp af gá­leysi og ákærð. Hún glím­ir við kvíðarösk­un og vildi ekki lifa leng­ur. Dótt­ir henn­ar þurfti hjálp sál­fræð­ings. Áð­ur hafði ölv­að­ur öku­mað­ur kostað syst­ur henn­ar líf­ið.

Ekkert varð eins og það áður var eftir þennan dag á gjörgæslu Landsspítalans 3. október 2012. Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur hafði verið kölluð á fund yfirmanna sinna daginn eftir tvöfalda vakt á spítalanum sem hófst snemma um morguninn og lauk seint um kvöld. Sá sorglegi atburður hafði átt sér stað á vaktinni að 73 ára sjúklingur andaðist. Eins og alltaf tók Ásta Kristín andlátið inn á sig. Hún hafði valið sér það starf að hjúkra til lífs en dauðinn er gjarnan stutt undan með sorginni sem oftast fylgir. Hún átti sér einskis ills von þegar hún var boðuð á fund með yfirmönnum sínum daginn eftir. Á skrifstofu yfirmannsins kom í ljós að erindið var að biðja hana að fara í gegnum vaktina sína, alveg fram að aðdraganda andlátsins. Og hún var spurð spurninga sem vörðuðu framgöngu hennar sjálfrar. Þegar hún hafði lokið við að skýra frá atburðarásinni var hún spurð hvort hún hefði tæmt loft úr svokölluðum kraga sem tengist öndunarvél og hindrað þannig að sjúklingur gæti andað frá sér. Hún upplifði þetta sem upplýsingagjöf til sín og því laust niður sem eldingu í höfuð hennar að hún kynni að hafa gert eitthvað sem kostaði manninn lífið. 

„Ég brast í óstöðvandi grát,” segir Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur á Landsspítalunum, sem á síðustu þremur árum hefur gengið þá þrautagöngu að vera sökuð um að hafa orðið sjúklingi sínum að bana. Í raun mundi hún ekki eftir því hvort hún hefði tæmt lofið eða ekki. Slíkt er svo hversdagsleg aðgerð að menn framkvæma hana ósjálfrátt og án 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár