Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þingkona virk á Twitter meðan á eldhúsdagsumræðum stóð: „Ókey krakkar, hver prumpaði?“

Tísti um klæða­burð þing­manna, var óþreyju­full eft­ir að um­ræð­un­um lyki og sagði að það væri „fokk kalt“.

Þingkona virk á Twitter meðan á eldhúsdagsumræðum stóð: „Ókey krakkar, hver prumpaði?“

Jóhanna María Sigmundsdóttir, yngsti þingmaður Íslandssögunnar sem setið hefur á Alþingi fyrir hönd Framsóknarflokksins undanfarin þrjú ár, var virk á samfélagsmiðlinum Twitter meðan eldhúsdagsumræður stóðu yfir á Alþingi í gærkvöldi. 

„Ókey krakkar, hver prumpaði?“ skrifaði hún í upphafi kvölds. Skömmu síðar greindi hún frá því að besta skemmtun þingmanna í salnum væri „að fylgjast með dýfum samstarfsfélaga til að blokka ekki myndavélarnar á ferð um húsið“. Þá gerði hún klæðaburð þingmanna að umtalsefni: „Það eina erfiða við að sitja kyrr í salnum í beinni útsendingu er að mig langar til að laga bindin hjá strákunum...#plísstrákar #eldhúsdagur“.


Jóhanna María hrósaði Árna Páli Árnasyni, fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar, fyrir ræðu sína og minnti um leið á fræga Vatnajökulsræðu hans. „Gott gott hjá Árna. En sem þingmaður í NV kjördæmi þykir mér leitt að Drangajökull fái ekki að vera memm í kvöld,“ skrifaði hún.

Þegar kom að síðustu umferð eldhúsdagsumræðna virðist sem Jóhanna hafi verið orðin óþreyjufull eftir að þeim lyki: „Með fullri virðingu fyrir öllum samstarfsfélögum mínum þá virkar síðasta umferð alltaf lengri en hún er... #3mín #eldhúsdagur.“ Að lokum kvartaði hún undan kulda: „Ég er að segja ykkur það. Það er fokk kalt í salnum. Loftræstingin miðast örugglega við fullan sal. #fækkarísalnum #eldhúsdagur.“


Eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum er Jóhanna á meðal þeirra þingmanna sem talað hafa allra minnst á yfirstandandi kjörtímabili. Hún hefur setið í allsherjar- og menntamálanefnd og Íslandsdeild Norðurlandaráðs en gaf ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu á næsta kjörtímabili.

Athygli vakti í fyrra þegar Jóhanna ávítti þingmenn fyrir ástandið og umræðuhefðina á Alþingi. Hún kvartaði undan „gróusögum, kýtingum, uppnefnum og leiðindum“ í reiðilestri sínum yfir þingheimi og sagði að bera ætti virðingu fyrir þingmönnum og að þeir ættu að koma fram hver við annan eins og þeir vildu að komið væri fram við sig.

„Eins og umhverfið hefur verið er valda boðlegt að vinna hér. Gróusögur, kýtingar, uppnefni, baktal og leiðindi. Ég hef alltaf verið þakklát þeim gildum sem foreldrar mínir sendu mig út í lífið, meðal annars að kurteisi kostaði ekkert og að ég ætti að bera virðingu fyrir mér eldra fólki ... Þessi gildi vil ég hafa áfram að leiðarljósi en því miður gerir hegðun margra þingmanna mér erfitt fyrir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldhúsdagsumræður

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár