1Pabba minn. Um leið og pabbi beitti mig kynferðislegu ofbeldi þá hætti hann að vera pabbinn sem ég hefði getað átt. Það var ekki auðvelt að missa frá sér ástvin og skildi eftir sig mikla sorg sem var flókið að vinna úr.
2Trúna á að mér væri óhætt að treysta fólki. Fólk sem ég hélt að ég gæti treyst sveik mig. Sumir með því að beita mig ofbeldi og aðrir með því að bregðast ekki við og verja mig eða hjálpa mér. Ég lærði að mér væri ekki óhætt að treysta neinum. Mér fannst það lengi vel öruggara af því að ég gat ekki þolað sársaukann sem fylgdi svikunum, sem ég þóttist viss um að hlyti að fylgja ef ég treysti.
3Öryggi og óttaleysi, sérstaklega innan um fólk. Ég átti alltaf von á einhvers konar árás frá fólki. Ég hafnaði sjálfri mér og gerði því ráð fyrir því að aðrir myndu gera það líka.
4Trú á sjálfa mig. Ofbeldið braut mig niður og „kenndi“ mér að ég hlyti að vera ómerkilegri en aðrir. Þannig fannst mér næstum allt við mig vera asnalegt og misheppnað. Og ég óttaðist margt, af því að ég trúði því svo sjaldan að ég hefði getu til jafns við aðra, þótt ég léki það eins vel og ég gæti.
5Þá líðan að ég væri „heil og eðlileg“. Mér leið eins og ég gæti aldrei náð ofbeldinu af mér, að ég væri mörkuð til æviloka.
6Tilfinninguna um að ég mætti setja mörk. Ofbeldið fór yfir öll mín mörk. Ég var algerlega vanmáttug og gat ekki stjórnað því sem mér var gert. Þannig „lærði“ ég að aðrir mættu gera það sem þeim sýndist og mörk mín
Athugasemdir