Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Laxnessbækur rannsóknarframlag við Háskóla Íslands

Hann­es Hólm­steinn: „Á bak við þær all­ar þrjár liggja mjög mikl­ar og margra ára rann­sókn­ir, þótt ég hafi vissu­lega í fyrsta bind­inu not­að texta Lax­ness í miklu meira mæli en í síð­ari bind­un­um“

Laxnessbækur rannsóknarframlag við Háskóla Íslands

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor taldi bækur sínar um Halldór Laxness fram sem rannsóknarframlag til Háskóla Íslands. Frá þessu greinir hann í samræðum við Einar Steingrímsson, stærðfræðiprófessor, á Facebook. Ævisaga nóbelsskáldsins eftir Hannes er í þremur bindum, en í fyrsta bindinu nýtti Hannes sér texta skáldsins lítt breyttan án þess að geta heimilda. Í kjölfarið var hann dæmdur fyrir brot gegn höfundarrétti. 

„Já, ég taldi þær allar fram. Ég birti raunar á hverju ári rannsóknaskýrslu mína hér á Netinu. Á bak við þær allar þrjár liggja mjög miklar og margra ára rannsóknir, þótt ég hafi vissulega í fyrsta bindinu notað texta Laxness í miklu meira mæli en í síðari bindunum (sem helgast ekki síst af því, að það voru oft einu heimildirnar um æsku hans). Ég hefði vissulega átt að skrifa sjálfstæðari texta,“ skrifar hann í svari sínu til Einars Steingrímssonar. 

Háskólakennarar skila árlega inn rannsóknaskýrslu og fá punkta fyrir rannsóknarframlög sín, en punktarnir geta haft áhrif á launaflokk og framgang í starfi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár