Laxnessbækur rannsóknarframlag við Háskóla Íslands

Hann­es Hólm­steinn: „Á bak við þær all­ar þrjár liggja mjög mikl­ar og margra ára rann­sókn­ir, þótt ég hafi vissu­lega í fyrsta bind­inu not­að texta Lax­ness í miklu meira mæli en í síð­ari bind­un­um“

Laxnessbækur rannsóknarframlag við Háskóla Íslands

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor taldi bækur sínar um Halldór Laxness fram sem rannsóknarframlag til Háskóla Íslands. Frá þessu greinir hann í samræðum við Einar Steingrímsson, stærðfræðiprófessor, á Facebook. Ævisaga nóbelsskáldsins eftir Hannes er í þremur bindum, en í fyrsta bindinu nýtti Hannes sér texta skáldsins lítt breyttan án þess að geta heimilda. Í kjölfarið var hann dæmdur fyrir brot gegn höfundarrétti. 

„Já, ég taldi þær allar fram. Ég birti raunar á hverju ári rannsóknaskýrslu mína hér á Netinu. Á bak við þær allar þrjár liggja mjög miklar og margra ára rannsóknir, þótt ég hafi vissulega í fyrsta bindinu notað texta Laxness í miklu meira mæli en í síðari bindunum (sem helgast ekki síst af því, að það voru oft einu heimildirnar um æsku hans). Ég hefði vissulega átt að skrifa sjálfstæðari texta,“ skrifar hann í svari sínu til Einars Steingrímssonar. 

Háskólakennarar skila árlega inn rannsóknaskýrslu og fá punkta fyrir rannsóknarframlög sín, en punktarnir geta haft áhrif á launaflokk og framgang í starfi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
6
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár