Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Strandaði á Viðreisn: Benedikt sagði Katrínu að hann skorti sannfæringu

„Því mið­ur tókst ekki að ná fram ná­kvæm­lega hvað það var sem Við­reisn treysti sér ekki til að mála­miðla um, vegna þess að það komu ekki fram nein­ar til­lög­ur frá þeim til hinna fjög­urra flokk­anna,“ skrif­ar Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­kona Pírata.

Strandaði á Viðreisn: Benedikt sagði Katrínu að hann skorti sannfæringu

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ákvað að slíta stjórnarmyndunarviðræðunum eftir að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, tjáði henni að hann hefði ekki sannfæringu um að stjórnarmyndun tækist. 

Aðspurð staðfestir Katrín þetta í samtali við Stundina. 

Aðrir viðmælendur blaðsins fullyrða að Benedikt Jóhannesson hafi sýnt litla samningaviðleitni undanfarna daga, þagað á fundum og haft fátt til málanna að leggja. Stundin hefur ekki náð sambandi við Benedikt í kvöld en hann verður gestur Kastljóss á eftir.

Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata sem tók þátt í viðræðunum fyrir hönd flokksins, sendir Benedikt tóninn á Facebook: „Verð að viðurkenna að það kom mér verulega á óvart að upp úr þessum viðræðum hafi slitnað svona snögglega. Við vorum búin að leggja mikið á okkur við að koma með tillögur að málamiðlunum og byggja brýr. Því miður tókst ekki að ná fram nákvæmlega hvað það var sem Viðreisn treysti sér ekki til að málamiðla um, vegna þess að það komu ekki fram neinar tillögur frá þeim til hinna fjögurra flokkanna.“ 

Viðmælendur Stundarinnar innan fleiri flokka hafa sömu sögu að segja. Fullyrt er að meginástæða þess að ekki tókst að mynda fimm flokka ríkisstjórn hafi verið tregða Viðreisnar til að samþykkja að ráðist yrði í auknar tekjuöflunaraðgerðir til að hægt væri að standa undir útgjaldaaukningu til heilbrigðismála og innviðafjárfestinga strax á næsta ári.  

Eins og Stundin fjallaði um í morgun véku ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins frá samþykktri fjármálaáætlun sinni í tveimur veigamiklum atriðum í lok síðasta kjörtímabils, annars vegar með viðbótarfjárfestingum í samgönguáætlun og hins vegar með auknu fjármagni til almannatrygginga. Báðar aðgerðirnar eru í raun ófjármagnaðar, en um er að ræða tugi milljarða sem munu valda því að ríkissjóður verður rekinn með halla á næsta ári ef aukinna tekna verður ekki aflað. Samkvæmt heimildum Stundarinnar breyttist staðan í viðræðunum eftir að þetta rann upp fyrir fulltrúum Viðreisnar sem vildu síður að aflað yrði aukinna skatttekna til að bæði standa undir þessum útgjöldum og ráðast í aukna uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og innviða. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafði náðst breið samstaða um það meðal flokkanna að farið yrði í innköllun og uppboð á aflaheimildum, að minnsta kosti í tilraunaskyni, þótt ekki hafi verið búið að greiða úr öllum álitamálum um útfærslu og framkvæmd slíkrar leiðar. „Þarna var a.m.k. kominn góður grundvöllur að sátt, það er alveg á hreinu að þetta strandaði ekki á sjávarútveginum,“ segir einn af viðmælendum blaðsins. 

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, tekur undir þetta í Facebook-færslu. „Það er rangt að þetta hafi strandað á sjávarútvegsmálum (það var komin töluverð sátt) eða landbúnaði (sem var varla byrjað að ræða). Þetta strandaði á óbilgirni. Það er vinna stjórnmálamanna að miðla málum og ná sáttum, jafnvel þegar það er sárt. Það var það sem brást,“ skrifar hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Lýsir viðbrögðum Jóns sem „skólabókardæmi um þöggunartilburði“
2
Fréttir

Lýs­ir við­brögð­um Jóns sem „skóla­bók­ar­dæmi um þögg­un­ar­til­burði“

Fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, lýsti því yf­ir í dag að um­fjöll­un um hann væri „vænt­an­lega lög­reglu­mál.“„Það hef­ur áð­ur gef­ist vel að fá lög­regl­una til að­stoð­ar við að beita kæl­ingaráhrif­um í óþægi­leg­um mál­um með til­hæfu­laus­um rann­sókn­um,“ seg­ir formað­ur Blaða­manna­fé­lags­ins.
„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram
4
Fréttir

„Spillt­ur gjörn­ing­ur“ að semja um af­greiðslu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur tel­ur það spillt­an gjörn­ing sem varði við stjórn­sýslu­lög hafi ver­ið sam­ið um stjórn­sýslu­ákvörð­un um veit­ingu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram. Hann tel­ur að ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni ekki geta veitt hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber.
„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
6
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine (leik­inni af Car­men Sonne), verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár