Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Spyr um starfslokasamninga RÚV

Karl Garð­ars­son vill vita hvernig starfs­loka­greiðsl­ur RÚV skipt­ast nið­ur á ein­staka starfs­menn. DV var ný­ver­ið synj­að um þess­ar sömu upp­lýs­ing­ar.

Spyr um starfslokasamninga RÚV

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til mennta- og menningarmálaráðherra um starfslokasamninga á RÚV. Vill hann meðal annars fá að vita hversu háar starfslokagreiðslur RÚV voru á rekstrarárunum 2013 til 2015 í krónum og hvernig greiðslurnar skiptast á starfsmenn. DV bað um þessar sömu upplýsingar í janúar á síðasta ári en RÚV hafnaði þeirri kröfu. DV kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar upplýsingamála og í janúar síðastliðnum staðfesti nefndin að RÚV þyrfti ekki að afhenda starfslokasamningana. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að aðeins útvarpsstjóri teljist til æðstu stjórnenda og því eigi upplýsingalögin aðeins við um hann. 

Svona hljóðar fyrirspurn Karls Garðarssonar til mennta- og menningarmálaráðherra:

1. Hversu háar voru starfslokagreiðslur RÚV á rekstrarárunum 2013–2015 í krónum, hversu margir starfsmenn fengu starfslokasamninga og hversu háar voru hæstu og lægstu greiðslur?

2. Hvernig skiptast greiðslurnar á starfsmenn, þ.e. hverjir fengu greiðslur og hversu háar?

3. Hversu margir þeirra sem hættu störfum á tímabilinu hafa verið endurráðnir, hversu margir þeirra sem hafa verið endurráðnir fengu starfslokasamninga, hverjir eru það og frá hvaða tíma voru þeir endurráðnir? 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár