Skoðanakannanir benda til þess að tveir stærstu flokkarnir eftir kosningar verði Sjálfstæðisflokkur og Píratar. Samkvæmt nýrri könnun MMR mælist Sjálfstæðisflokkurinn nú með 24,7 prósenta fylgi, og bæta töluvert við sig frá síðustu könnun, en Píratar eru næststærstir með 20,5 prósenta fylgi. Líkur eru á að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, muni því veita öðrum hvorum flokknum stjórnarmyndunarumboð, en hins vegar verður að teljast nánast óhugsandi að flokkarnir myndi saman ríkisstjórn. Í svari við spurningu Stundarinnar um hvaða flokki hann sæi síst fyrir sér samstarf í ríkisstjórn nefnir Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, til að mynda Sjálfstæðisflokkinn.
Miðað við fylgi í skoðanakönnunum mun hinn ríkisstjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, bíða afhroð í kosningunum, á sjálfu hundrað ára afmælisári flokksins. Framsókn hlaut mikinn kosningasigur í síðustu kosningum, fékk 24,4 prósent greiddra atkvæða, en mælist einungis með 11,4 prósenta fylgi í dag. Samkvæmt skoðanakönnunum er ríkisstjórnin því fallin.
Tilraunir til að mynda kosningabandalög
Píratar héldu blaðamannafund um þarsíðustu helgi þar sem þeir greindu frá því að þeir hefðu sent erindi á formenn stjórnarandstöðuflokkanna, og Viðreisn, um að hefja stjórnarmyndunarviðræður fyrir kosningar. Þannig væri hægt að kynna niðurstöður viðræðnanna, og málamyndanir, fyrir
Athugasemdir