„Ég held að enginn hafi í rauninni gert sér grein fyrir því að staðan væri jafn slæm og raun bar vitni,“ segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra um stöðu Íslands gagnvart loftslagsmálum.
Hún er á leiðinni á þing að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar þegar hún tekur á móti blaðamanni Stundarinnar á skrifstofu ráðherra í umhverfisráðuneytinu. Niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sýna fram á að með öllu óbreyttu mun Ísland ekki ná að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum, hvorki samkvæmt Kyoto-bókuninni fyrir árið 2020 né Parísarsamkomulaginu fyrir árið 2030. Björt segir að niðurstöðurnar hafi vissulega verið ákveðið áfall, en skýrslan sé engu að síður afar mikilvæg til þess að fá yfirsýn yfir alla þá geira sem undir loftslagsmálin falla.
„Við verðum að geta rætt þetta út frá mælingum og gögnum, en ekki einungis tilfinningu, þó svo að hún sé líka gild. Það er mjög gott fyrir okkur núna, og mig sérstaklega, að …
Athugasemdir