Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Skessan vöktuð með öryggismyndavélum

Einn vin­sæl­asti áfanga­stað­ur barna í Reykja­nes­bæ, Skess­an í hell­in­um, hef­ur á und­an­förn­um vik­um orð­ið fyr­ir sí­end­ur­tekn­um skemmd­ar­verk­um.

Skessan vöktuð með öryggismyndavélum
Skessan með brotna tönn Vonandi linnir skemmdarverkunum í kjölfar öryggismyndavélanna.

Óprúttnir aðilar hafa á undanförnum vikum bókstaflega gengið í skrokk á Skessunni í hellinum, einum vinsælasta áfangastað barna í Reykjanesbæ. Tennur hafa verið brotnar og nú síðast var rifinn af fingur. Hellinum hefur þó ekki verið lokað því vaskir og handlagnir starfsmenn Reykjaneshafna hafa verið snöggir til og „læknað“ Skessuna.

Mikið hefur verið rætt um málið á samfélagsmiðlum, meðal annars í hópi íbúa í Reykjanesbæ á Facebook, en þar hefur einn af starfsmönnum Reykjaneshafna birt ljósmyndir af skemmdarverkunum. „Skessan í Hellinum er skemmtilegur staður fyrir börn, fullorðna og ferðamenn af öllum þjóðernum. En einhverjir hafa unun af því að skemma Frúna. Við starfsmenn hafnarinnar höfum gert við tábrot, fingurbrot, skipt um læri á frúnni og nú í morgun voru það tannviðgerðir. Það er von okkar að þessu linni og frúin fái að vera í friði,“ sagði einn af starfsmönnum Reykjaneshafna þegar skemmdir voru unnar á Skessunni í júní.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár