Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmar fer í leyfi frá Kastljósinu - tjáir sig um fallið

Rit­stjóri Kast­ljóss­ins deil­ir reynslu sinni af áfeng­is­vanda á Face­book og til­kynn­ir að hann fari í með­ferð.

Sigmar fer í leyfi frá Kastljósinu - tjáir sig um fallið
Sigmar Guðmundsson Ritstjóri Kastljóssins er farinn í leyfi til að sækja sér meðferð vegna áfengisvanda. Mynd: RÚV / Skjáskot

Sigmar Guðmundsson, ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kastljóssins í Sjónvarpinu, er farinn í leyfi frá störfum í hálfan mánuð. 

Sigmar deilir ástæðunni fyrir brotthvarfinu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segist hann hafa fallið á áfengisbindindi sínu.

„Fyrir um ári féll ég eftir langa edrúmennsku. Svo það sé nú bara sagt hreint út þá var þetta ömurlegt fall. Og eins og venjulega eru það aðstandendur og vinir alkans sem líða mest fyrir fylleríið. Fjölskylda mín var í sárum, vinir mínir gáttaðir og vinnufélagarnir svekktir því það er með mig eins og aðra alka, nánast vonlaust að vera heiðarlegur í neyslu. Sjálfur var ég í henglum og flúði til Svíþjóðar í meðferð, brotinn og beygður. Þar var gott að vera. Ég kom heim og var sannfærður um að allt yrði í lagi á ný. Og það vantaði ekkert uppá stuðninginn sem ég fékk, frá öllum í kringum mig. Og trúið mér, ekki fannst mér ég eiga slíkan stuðning skilið eftir þetta rugl. En því miður var það ekki nóg. Það var erfitt að jafna sig andlega eftir þetta fall og við tók erfiður tími,“ segir hann.

Annað fallið

Sigmar lýsir því hvernig hann reis upp en féll að nýju. „Svo birti til og ég fór að ná betri tökum á edrúmennskunni. Ég gerði nákvæmlega það sem alkar eiga að gera til að viðhalda bata. Og fór á gott flug. En ég slakaði því miður á og sjúkdómurinn sló mig niður. Ég hætti að bera ábyrgð á batanum mínum og edrúmennskunni. Og fyrir tveimur vikum féll ég aftur. Vegna eigin kæruleysis og vanmats á þessum ömurlega sjúkdómi. Ég hef aldrei á ævinni verið jafn svekktur útí sjálfan mig. Vonleysið og niðurbrotið var algert. Og fjölskyldan mín leið að sjálfsögðu fyrir fallið, meira en ég sjálfur. Svona lagað spyrst út. Og eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort ég sé lost keis. Ég féll. Og þegar maður fellur þá stendur maður upp og heldur áfram. Ég er svo heppin að eiga dásamlega vini sem hjálpa mér á fætur. Foreldra og börn sem veita stuðning. Ómetanlegt.“

Fer á Vog á morgun

Næsta skref hjá Sigmari er að fara í áfengismeðferð á Vogi. „Ég tel mig ekkert mikið frábrugðinn öðru fólki, en vafalítið hafa einhverjir aðra skoðun á því. Rétt eins og flestir vil ég vera góður við fólkið mitt, standa mig vel í vinnu og láta gott af mér leiða. Leiða gamlar konur yfir gangbraut og lesa bækur fyrir veik börn á spítölum. Oft tekst þetta. En ekki alltaf. Minn djöfull er alkóhólismi sem hefur markerað mitt líf frá unglingsárum. Mér gekk afar illa að ráða við sjúkdóminn fyrir 10-15 árum en í lok árs 2004 náði ég loks yfirhöndinni. Átta ára edrúmennska fylgdi í kjölfarið þar sem ég fékk trú á lífið á ný. Og fólkið mitt og vinir fengu trú á mér eftir endalaus vonbrigði árin á undan. Lífið varð gott. En þessi geðsjúkdómur er lúmskasta kvikindi sem fyrirfinnst og hann lúrir alltaf í leyni ...

En það lán mitt að eiga Júlíönu Einarsdóttur að í þessum hremmingum bjargaði sennilega lífi mínu. Ef það er einhver sem hefur stutt mig, stappað í mig stálinu, verið til staðar og talað í mig kjark, þá er það hún. Jafnvel þótt hún hafi þurft að þola mikið vegna míns alkóhólisma. Hún minnir mig á að ég er ekki vondur maður þótt ég komi ekki vel fram við fólkið mitt í neyslu. Við mér blasir nú að vinna til baka traust hennar, barnanna minna, foreldra, vina og vinnufélaga. Það skal takast. Merkilegt nokk þá hefst sú ganga í náttfötum og slopp við Grafarvoginn. Þangað ætla ég á morgun. Ég ætla aldrei að gefast upp fyrir þessum ógeðissjúkdómi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár