Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmar fer í leyfi frá Kastljósinu - tjáir sig um fallið

Rit­stjóri Kast­ljóss­ins deil­ir reynslu sinni af áfeng­is­vanda á Face­book og til­kynn­ir að hann fari í með­ferð.

Sigmar fer í leyfi frá Kastljósinu - tjáir sig um fallið
Sigmar Guðmundsson Ritstjóri Kastljóssins er farinn í leyfi til að sækja sér meðferð vegna áfengisvanda. Mynd: RÚV / Skjáskot

Sigmar Guðmundsson, ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kastljóssins í Sjónvarpinu, er farinn í leyfi frá störfum í hálfan mánuð. 

Sigmar deilir ástæðunni fyrir brotthvarfinu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segist hann hafa fallið á áfengisbindindi sínu.

„Fyrir um ári féll ég eftir langa edrúmennsku. Svo það sé nú bara sagt hreint út þá var þetta ömurlegt fall. Og eins og venjulega eru það aðstandendur og vinir alkans sem líða mest fyrir fylleríið. Fjölskylda mín var í sárum, vinir mínir gáttaðir og vinnufélagarnir svekktir því það er með mig eins og aðra alka, nánast vonlaust að vera heiðarlegur í neyslu. Sjálfur var ég í henglum og flúði til Svíþjóðar í meðferð, brotinn og beygður. Þar var gott að vera. Ég kom heim og var sannfærður um að allt yrði í lagi á ný. Og það vantaði ekkert uppá stuðninginn sem ég fékk, frá öllum í kringum mig. Og trúið mér, ekki fannst mér ég eiga slíkan stuðning skilið eftir þetta rugl. En því miður var það ekki nóg. Það var erfitt að jafna sig andlega eftir þetta fall og við tók erfiður tími,“ segir hann.

Annað fallið

Sigmar lýsir því hvernig hann reis upp en féll að nýju. „Svo birti til og ég fór að ná betri tökum á edrúmennskunni. Ég gerði nákvæmlega það sem alkar eiga að gera til að viðhalda bata. Og fór á gott flug. En ég slakaði því miður á og sjúkdómurinn sló mig niður. Ég hætti að bera ábyrgð á batanum mínum og edrúmennskunni. Og fyrir tveimur vikum féll ég aftur. Vegna eigin kæruleysis og vanmats á þessum ömurlega sjúkdómi. Ég hef aldrei á ævinni verið jafn svekktur útí sjálfan mig. Vonleysið og niðurbrotið var algert. Og fjölskyldan mín leið að sjálfsögðu fyrir fallið, meira en ég sjálfur. Svona lagað spyrst út. Og eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort ég sé lost keis. Ég féll. Og þegar maður fellur þá stendur maður upp og heldur áfram. Ég er svo heppin að eiga dásamlega vini sem hjálpa mér á fætur. Foreldra og börn sem veita stuðning. Ómetanlegt.“

Fer á Vog á morgun

Næsta skref hjá Sigmari er að fara í áfengismeðferð á Vogi. „Ég tel mig ekkert mikið frábrugðinn öðru fólki, en vafalítið hafa einhverjir aðra skoðun á því. Rétt eins og flestir vil ég vera góður við fólkið mitt, standa mig vel í vinnu og láta gott af mér leiða. Leiða gamlar konur yfir gangbraut og lesa bækur fyrir veik börn á spítölum. Oft tekst þetta. En ekki alltaf. Minn djöfull er alkóhólismi sem hefur markerað mitt líf frá unglingsárum. Mér gekk afar illa að ráða við sjúkdóminn fyrir 10-15 árum en í lok árs 2004 náði ég loks yfirhöndinni. Átta ára edrúmennska fylgdi í kjölfarið þar sem ég fékk trú á lífið á ný. Og fólkið mitt og vinir fengu trú á mér eftir endalaus vonbrigði árin á undan. Lífið varð gott. En þessi geðsjúkdómur er lúmskasta kvikindi sem fyrirfinnst og hann lúrir alltaf í leyni ...

En það lán mitt að eiga Júlíönu Einarsdóttur að í þessum hremmingum bjargaði sennilega lífi mínu. Ef það er einhver sem hefur stutt mig, stappað í mig stálinu, verið til staðar og talað í mig kjark, þá er það hún. Jafnvel þótt hún hafi þurft að þola mikið vegna míns alkóhólisma. Hún minnir mig á að ég er ekki vondur maður þótt ég komi ekki vel fram við fólkið mitt í neyslu. Við mér blasir nú að vinna til baka traust hennar, barnanna minna, foreldra, vina og vinnufélaga. Það skal takast. Merkilegt nokk þá hefst sú ganga í náttfötum og slopp við Grafarvoginn. Þangað ætla ég á morgun. Ég ætla aldrei að gefast upp fyrir þessum ógeðissjúkdómi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár