Fullyrt er á vef Kvennablaðsins að samkvæmt heimildum innan úr stjórnkerfinu hafi Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365 miðla, komið umtalsvert að vinnu nefndar Eyþórs Arnalds, sem nýverið skilaði skýrslu um fjárhag Ríkisútvarpsins.
„Ég átti einn fund með Svanbirni Thoroddsen nefndarmanni og einn símafund með nefndinni,“ skrifar Sævar í tölvupósti til Stundarinnar. „Jafnframt óskaði nefndin eftir staðfestingu á að rétt væri farið með gögn sem 365 hafði útvegað eftir fyrirspurnir nefndarinnar. Heimildir Kvennablaðsins eru skv. framansögðu rangar.“
Í skýrslu Eyþórsnefndarinnar er rekstur RÚV borinn saman við rekstur 365 miðla. Stundin hefur heimildir fyrir því að talsvert hafi verið um óformleg samskipti milli Sævars Freys og nefndarmanna.
Athugasemdir