Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Samfylking á jaðrinum

Árni Páll Árna­son formað­ur er múl­bund­inn af rót­tæk­um sam­þykkt­um lands­fund­ar. Stefnu Öss­ur­ar í ol­íu­mál­um hafn­að. Af­glæpa­væð­ing fíkni­efna og að­skiln­að­ur rík­is og kirkju. Hljóð­lát bylt­ing Ungra jafn­að­ar­manna á lands­fundi.

Eftir landsfund Samfylkingarinnar í síðasta mánuði er hægri vængur flokksins lamaður og flokkurinn er í raun stjórnlaus. Árni Páll Árnason formaður stóð af sér mótframboð og leiftursókn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur með aðeins einu atkvæði. Hermt er að þetta sé jafnframt eini sigur formannsins á fundinum. Í stórum málum á borð við olíuvinnslu og aðskilnað ríkis og kirkju lutu formaðurinn og hans helstu stuðningsmenn í gras. Við lok landsfundar blasti við að vinstri vængur Samfylkingar og ungliðar flokksins höfðu unnið stórsigur á kostnað formannsins og hans helstu bandamanna. „Við komum inn okkar málum og þau voru öll samþykkt,“ segir Eva Indriðadóttir formaður Ungra jafnaðarmanna í samtali við Stundina. Hún segir félagið hafa lagst í mikla undirbúningsvinnu fyrir landsfund og uppskorið ríkulega.

Grasrótin sigraði. Eftir sátu furðulostnir valdamenn sem skyndilega höfðu verið sviptir völdum sínum og áhrifum. Stundin ræddi við áhrifafólk innan Samfylkingar í því skyni að varpa ljósi á stöðuna eftir atburðarrásina sem hefur fært flokkinn lengst inn í róttækni í stað þess að vera hægfara miðjuflokkur með marga snertifleti við Sjálfstæðisflokkinn.

Össuri skákað

Össur Skarphéðinsson alþingismaður hefur lengi verið „sterki maðurinn“ í flokknum. Þótt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svilkona hans, hafi á sínum tíma fellt hann af formannsstóli þótti enginn vafi leika á því að hann réði því sem hann vildi. Þannig keyrði hann fram þá eindregnu stefnu í síðustu ríkisstjórn að undirbúin væri olíuvinnsla á Drekasvæðinu. Össur var svo ákafur í stuðningi sínum við að dæla svartasta gullinu úr úthafinu að hann kynnti sig gjarnan í fjölmiðlum í léttum dúr sem olíumálaráðherra. Innan flokksins voru miklar efasemdir um einleik ráðherrans í fjölmiðlum og fjaraði undan stuðningi við hann. Ákafi Össurar og seinna Katrínar Júlíusdóttur, sem tók við embætti iðnaðarráðherra, varð til þess að hleypa illu blóði í þá náttúruverndarsinna innan flokksins sem voru harðir í andstöðu sinni við olíuvinnslu við Ísland. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár