Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Rósakál með möndlum

Nanna Rögn­vald­ar deil­ir jóla­legri upp­skrift af góm­sætu með­mæli.

Meðlæti fyrir 6-8

Rósakál er vetrar­grænmeti, upp á sitt besta um jólaleytið og í Bretlandi þykir mörgum það ómissandi hluti af jólamáltíðinni. Gæta þarf þess að ofelda það ekki, þá getur það orðið beiskt á bragðið. Þessi réttur er góður til dæmis með svínasteik, kalkúna eða lambakjöti.

  • 50 g möndlur, heilar en afhýddar
  • 500 g rósakál
  • salt
  • ½ rauðlaukur
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 60 g smjör
  • ½ sítróna

 
Skerðu möndlurnar í helminga, ristaðu þær á þurri pönnu í nokkrar mínútur og hristu pönnuna oft á meðan. Láttu þær kólna. Skerðu neðan af stilkunum á kálinu og hreinsaðu burt sölnuð blöð. Sjóddu það í saltvatni í 4-5 mínútur. Helltu því þá í sigti og skolaðu snöggt í köldu vatni. Skerðu hausana í tvennt.

Saxaðu rauðlauk og hvítlauk og láttu krauma í smjörinu á pönnu við meðalhita í 2-3 mínútur. Bættu rósakálinu á pönnuna og steiktu við meðalhita í nokkrar mínútur, eða þar til kálið er byrjað að taka lit og er næstum meyrt. Hrærðu möndlunum saman við, kreistu safa úr sítrónunni yfir og kryddaðu með pipar og salti eftir þörfum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár