Hátíðin Air d'Islande hefur verið haldin ár hvert í París frá árinu 2007. Hún var stofnuð af Ara Allanssyni sem þá var nýútskrifaður kvikmyndagerðarmaður til að kynna íslenska menningu í Frakklandi, fyrst kvikmyndir og svo tónlist, en síðar meir allskyns list. (Sjálfur tók ég þátt í bókmenntakynningu á hátíðinni í sjálfboðavinnu). Íslensk tónlist hefur þó ávallt verið sá hluti hátíðarinnar sem dregið hefur mest að og vakið helsta athygli.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Snæbjörn Brynjarsson
Rokk, krútt og íslenskt popp í París
Hátíðin Air d'Islande hefur verið haldin ár hvert í París frá árinu 2007, en í ár voru tónleikarnir vel samsett sýnishorn af því besta úr tónlistarsenunni í Reykjavík. Þakið ætlaði að rifna af Point Ephemere þegar einn tónlistarmaðurinn hrópaði: „Fuck the Icelandic prime minister, fuck the Panamapaper-people,“ sem fólk tók upp eftir honum og æpti aftur og aftur.
Athugasemdir