Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ráða ekki flugfreyjur sem eru eldri en 35 ára

Icelanda­ir ræð­ur ekki flug­freyj­ur eða flug­þjóna sem eru eldri en 35 ára. Til­gang­ur­inn er að halda jafnri ald­urs­dreif­ingu, seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir. Pró­fess­or í kynja­fræði seg­ir æsku­dýrk­un al­geng­ari í kvenna­stétt­um.

Ráða ekki flugfreyjur sem eru eldri en 35 ára

Icelandair ræður ekki flugfreyjur eða flugþjóna sem eru eldri en 35 til starfa hjá flugfélaginu. Kvennablaðið greindi frá þessu í gær. Í fréttinni er jafnframt birt bréf þar sem umsækjanda í starf flugfreyju/flugþjóns er hafnað á grundvelli þess að hann uppfyllir ekki þann aldursramma sem getið var um í auglýsingunni, en í henni stóð að umsækjendur skyldu vera fæddir árið 1980 eða síðar. Ljóst er að aldurstakmarkið á við karla jafnt sem konur. 

„Við höfum ákveðin aldursmörk, líkt og gert hefur verið við ráðningar undanfarin ár, til þess að halda nokkuð jafnri aldursdreifingu í þessum fjölmenna hópi. Mörg hundruð flugfreyja og flugþjóna okkar eru að sjálfsögðu fædd fyrir 1980 og hafa mikla og góða reynslu til að miðla til þeirra yngri,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í svari við fyrirspurn Stundarinnar. 

Markmiðið að yngja í flugfreyjuhópnum

Árið 2011 greindi Vísir frá því að nýjar flugfreyjur hjá Icelandair mættu ekki vera eldri en 30 ára. Líkt og í dag var markmiðið að yngja í flugfreyjuhópnum. Sama ár ræddi DV við Jenney Sigrúnu Halldórsdóttur, 38 ára gamla konu, sem hafði nýverið lokið tveggja anna flugþjónustunámi í Flugakademíu Keilis. Hún komst hins vegar að því, áður en hún tók lokapróf hjá Icelandair, að hún væri of gömul til að fá vinnu út á námið. 

Sjá einnig: Salka Sól vill ekki skylda flugfreyjur til að vera í hælaskóm

Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði, segir algengara í hefðbundnum kvennastéttum að leitast sé við að ráða ungar konur, fremur en þær eldri. Konur séu í yfirgnæfandi meirihluta hlutgerðar og 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu