Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ráða ekki flugfreyjur sem eru eldri en 35 ára

Icelanda­ir ræð­ur ekki flug­freyj­ur eða flug­þjóna sem eru eldri en 35 ára. Til­gang­ur­inn er að halda jafnri ald­urs­dreif­ingu, seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir. Pró­fess­or í kynja­fræði seg­ir æsku­dýrk­un al­geng­ari í kvenna­stétt­um.

Ráða ekki flugfreyjur sem eru eldri en 35 ára

Icelandair ræður ekki flugfreyjur eða flugþjóna sem eru eldri en 35 til starfa hjá flugfélaginu. Kvennablaðið greindi frá þessu í gær. Í fréttinni er jafnframt birt bréf þar sem umsækjanda í starf flugfreyju/flugþjóns er hafnað á grundvelli þess að hann uppfyllir ekki þann aldursramma sem getið var um í auglýsingunni, en í henni stóð að umsækjendur skyldu vera fæddir árið 1980 eða síðar. Ljóst er að aldurstakmarkið á við karla jafnt sem konur. 

„Við höfum ákveðin aldursmörk, líkt og gert hefur verið við ráðningar undanfarin ár, til þess að halda nokkuð jafnri aldursdreifingu í þessum fjölmenna hópi. Mörg hundruð flugfreyja og flugþjóna okkar eru að sjálfsögðu fædd fyrir 1980 og hafa mikla og góða reynslu til að miðla til þeirra yngri,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í svari við fyrirspurn Stundarinnar. 

Markmiðið að yngja í flugfreyjuhópnum

Árið 2011 greindi Vísir frá því að nýjar flugfreyjur hjá Icelandair mættu ekki vera eldri en 30 ára. Líkt og í dag var markmiðið að yngja í flugfreyjuhópnum. Sama ár ræddi DV við Jenney Sigrúnu Halldórsdóttur, 38 ára gamla konu, sem hafði nýverið lokið tveggja anna flugþjónustunámi í Flugakademíu Keilis. Hún komst hins vegar að því, áður en hún tók lokapróf hjá Icelandair, að hún væri of gömul til að fá vinnu út á námið. 

Sjá einnig: Salka Sól vill ekki skylda flugfreyjur til að vera í hælaskóm

Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði, segir algengara í hefðbundnum kvennastéttum að leitast sé við að ráða ungar konur, fremur en þær eldri. Konur séu í yfirgnæfandi meirihluta hlutgerðar og 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár