Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Píratar vilja að upplýsingar úr fyrirtækjaskrá verði ókeypis

Vilja gera upp­lýs­ing­ar fyr­ir­tækja­skrár að­gengi­legri al­menn­ingi og lögðu fram frum­varp á Al­þingi í dag.

Píratar vilja að upplýsingar úr fyrirtækjaskrá verði ókeypis

Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp sem miðar að því að gera upplýsingar fyrirtækjaskrár aðgengilegri almenningi. Lagt er til að gjaldtöku fyrir rafræna uppflettingu í skránni verði hætt.

„Lagt er til að ekki skuli taka gjald fyrir rafræna uppflettingu í fyrirtækjaskrá og að sömu upplýsingar skuli vera aðgengilegar þar og ef greitt væri fyrir eintak af gögnum úr skránni. Til dæmis er nú aðeins hægt að fá upplýsingar um stjórn og ársreikninga félaga með því að greiða fyrir þær og telja verður að þær séu því ekki aðgengilegar almenningi,“ segir í greinargerð frumvarpsins sem lagt var fram á Alþingi í dag.

Hér má sjá frumvarpið í heild en flutningsmenn eru þingmenn Pírata, þau Björn Leví Gunnarsson, Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgitta Jónsdóttir, Einar Brynjólfsson, Gunnar I. Guðmundsson, Halldóra Mogensen, Jón Þór Ólafsson, Smári McCarthy, Viktor Orri Valgarðsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár