Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Píratar vilja að upplýsingar úr fyrirtækjaskrá verði ókeypis

Vilja gera upp­lýs­ing­ar fyr­ir­tækja­skrár að­gengi­legri al­menn­ingi og lögðu fram frum­varp á Al­þingi í dag.

Píratar vilja að upplýsingar úr fyrirtækjaskrá verði ókeypis

Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp sem miðar að því að gera upplýsingar fyrirtækjaskrár aðgengilegri almenningi. Lagt er til að gjaldtöku fyrir rafræna uppflettingu í skránni verði hætt.

„Lagt er til að ekki skuli taka gjald fyrir rafræna uppflettingu í fyrirtækjaskrá og að sömu upplýsingar skuli vera aðgengilegar þar og ef greitt væri fyrir eintak af gögnum úr skránni. Til dæmis er nú aðeins hægt að fá upplýsingar um stjórn og ársreikninga félaga með því að greiða fyrir þær og telja verður að þær séu því ekki aðgengilegar almenningi,“ segir í greinargerð frumvarpsins sem lagt var fram á Alþingi í dag.

Hér má sjá frumvarpið í heild en flutningsmenn eru þingmenn Pírata, þau Björn Leví Gunnarsson, Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgitta Jónsdóttir, Einar Brynjólfsson, Gunnar I. Guðmundsson, Halldóra Mogensen, Jón Þór Ólafsson, Smári McCarthy, Viktor Orri Valgarðsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár