Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Mín eigin Osló

Snæ­björn Brynj­ars­son end­aði alls­laus í Nor­egi dag­inn eft­ir banka­hrun og leidd­ist. Hann fór aft­ur núna og lík­aði þá bet­ur.

Mín eigin Osló
Risavaxið þorp Hverfin í Osló eru of rík og of hrein til að geta verið jafn töff og Brooklyn eða Berlín.

Enginn Íslendingur fer fordómalaus til Noregs, hvort sem hann heldur að landið sé útópía hins vinnandi manns eða útjaðar hins siðmenntaða heims þar sem þorpsbúarnir í Osló keppast um í hallærislegheitum á sumrin og skíðum á veturna. Ég er einhvers staðar hérna mitt á milli, en sennilega segja allir mínir fordómar meira um sjálfan mig en Norðmenn.


Þegar ég kom fyrst til Oslóar var dagur liðinn síðan seinasti af stóru bönkunum þremur fór á hausinn og á stóru gjaldeyrisskiptatöflunni þar sem gengi dagsins var skráð las ég: ISK 0,00. Með öðrum orðum gat ég gleymt öllu um að kaupa mér NOK, norskar krónur. Sem betur fer hafði ég 20 dollara í vasanum sem faðir minn hafði gefið mér til öryggis og það rétt dugði fyrir rútunni af flugvellinum. Annað sem varð til að bjarga mér og kærustu minni frá betli, var að hún hafði tekið peninga úr hraðbanka reglulega mánuði áður á meðan hún beið eftir mér. En þetta þýddi auðvitað að öll plön um að gera eitthvað urðu að engu. Helsta skemmtunin voru langir göngutúrar, kaffibolli á kaffihúsi var lúxus sem ég leyfði mér einu sinni í viku, ferðalagið sem ég hafði planað breyttist í innkaupaferðir í Svíþjóð sem farnar voru á hálfsmánaðar fresti. Mér fannst drulluleiðinlegt í Noregi. 


Nóg um það. Frá mínu sjónarhorni séð var lítið spennandi við að skreppa til Oslóar, þó að í þetta sinn væri ég að fara í vinnuferð að sýna verk með frönskum leikhópi á Oslo Internasjonal Teater festival. Í huga mér var Osló innprentuð sem leiðindaborg. Það er að vísu hægt að fara í ágæta göngutúra, það eru falleg hús út um allt þótt minna sé um mannlíf. Í samanburði við Osló iðar Reykjavík af lífi, svo maður tali nú ekki um alvöru borgir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
6
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu