Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Líf mitt í 5 réttum

Val­gerð­ur Matth­ías­dótt­ir sjón­varps­kona deil­ir hér minn­ing­um um mat. Hún seg­ir frá þeim fimm rétt­um sem hún teng­ir mest við og út­skýr­ir af hverju.

Líf mitt í 5 réttum

1. Sigin grásleppa

Ég er alin upp af kennurum og móður sem var bæði kennari og skólastjórnandi í fullu starfi, sex barna móðir og mjög virk stjórnmálakona sem tók meðal annars þátt í stofnun Kvennalistans og kjarabaráttu kennara. En hún var einnig mjög listræn og það segir í raun allt sem segja þarf um það mataræði sem ég var alin upp við. Skynsemi, tímaþröng, einfaldleiki en á sama tíma ótrúlega mikil frumlegheit og bragðgæði á heimsmælikvarða. Hún var einstaklega lunkin við að henda í dýrindis rétti þrátt fyrir að vera alltaf í fullu starfi og með allan krakkaskarann. Við mamma áttum okkar sérstöku stundir þegar hún keypti signa grásleppu og sauð örstutt ásamt kartöflum og smjöri, en sigin grásleppa hefur verið einn af mínum uppáhalds réttum síðan. Þessi réttur minnir mig líka á grásleppurnar sem grásleppukarlarnir veiddu út frá Ægisíðu og svo sauð mamma líka oft rauðmaga sem mér fannst algjört sælgæti. Hún var mikill Vesturbæingur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár