Sumarið 2014 var kallaður saman starfsmannafundur hjá járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Upplýst var á fundinum að lagerstjóri fyrirtækisins væri grunaður um að hafa svikið út stórfé með flókinni og bíræfinni aðgerð sem byggðist upp á svikamyllu sem vitorðsmaður utan fyrirtækisins, sölumaður Würth, hefði staðið að ásamt lagerstjóranum. Þetta hefði staðið yfir í rúmlega þrjú ár. Fólki var mjög brugðið við tíðindin. Lagerstjórinn var vinsæll og hafði þótt traustur.
Bæði Elkem og Würth hafa kært starfsmennina tvo til lögreglu.
Upphæð meintra svika er sögð vera allt að 60 milljónum króna. Í sameiginlegri yfirlýsingu til Stundarinnar staðfesta Gestur Pétursson, forstjóri Elkem Ísland, og Haraldur Leifsson, framkvæmdastjóri Würth á Íslandi, að lagðar hafi verið fram kærur í málinu vegna meintra fjársvika, skjalafölsunar og þjófnaðar.
„Annar starfsmaðurinn var lagermaður hjá Elkem Íslandi, hinn sölumaður hjá Würth á Íslandi. Þeir eru grunaðir um að hafa um árabil svikið út fjármuni með því að breyta vörunúmerum í viðskiptum Würth á Íslandi við Elkem Ísland og notað til þess eigið félag sem millilið …,“ segir í yfirlýsingu forsvarsmannanna. Tilgreint er að grunur hefði vaknað snemma sumarið 2014 og hafi þótt full ástæða til að kæra málið til yfirvalda. Loks segir að málið sér í góðum höndum hjá lögreglunni og frekari upplýsingar liggi ekki fyrir.
Tengdafaðir leppar
Aðilar að meintum svikum gagnvart Elkem voru mennirnir tveir sem reknir voru og eiginkona annars þeirra. Guðmundur Örn Gylfason var lagerstjóri Elkem og Sindri Örn Garðarsson starfaði sem sölumaður Würth. Fyrirtækið Varði ehf, gegndi lykilhlutverki en það er skráð á tengdaföður Sindra, Einar Sturlaugsson, sem sagði í samtali við Stundina að hann vissi ekkert um rekstur félagsins. „Þetta er bara að nafninu til. Ég kem ekkert nálægt þessu félagi og veit ekkert um rekstur þess,“ segir Einar.
Hann sagðist ekkert vita um reksturinn. Viðskiptin við Elkem á árunum 2011 til 2014 nema tugmilljónum króna. Samkvæmt ársreikningum hefur Varði
Athugasemdir