„Það þarf náttúrlega einhverja geðveiki til þess að sjá ekki hvað þetta er frábært land sem við búum á,“ sagði Bjarni Benediktsson í áramótauppgjörsþættinum Kryddsíld á Stöð 2 á gamlársdag og benti jafnframt á að lífsgæði væru mikil hér á landi á nánast hvaða mælikvarða sem er. Líkur eru hins vegar á að þeir sem raunverulega glími við geðveiki sjái einmitt ekki hversu frábært það er að búa á Íslandi, því staðreyndin er sú að Íslendingar eru heimsmeistarar í notkun þunglyndislyfja, mikil aukning hefur orðið í notkun svefnlyfja meðal barna á síðustu árum og örorka vegna geðraskana fer vaxandi meðal ungs fólks.
Hjálparsími Rauða krossins tekur á móti rúmlega einu og hálfu sjálfsvígssímtali á dag og þá hefur ríkisstjórn Bjarna skorið niður styrki til samtakanna Hugarafls um 80 prósent, en samtökin sérhæfa sig í endurhæfingu og valdeflingu þeirra sem glíma við geðheilbrigðisvandamál.
Athugasemdir