Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, undrast að ekki sé gert ráð fyrir meiri fjárframlögum til samgöngu- og fjarskiptamála í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.
„Athygli vekur að ekki er boðuð nein innspýting í samgöngur og fjarskipti, þá lífsnauðsynlegu innviði, né í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða þrátt fyrir alla umræðu sem staðið hefur yfir um að byggja þurfi upp innviðina fyrir þennan stærsta útflutningsatvinnuveg landsins,“ segir Katrín í samtali við Stundina.
Athugasemdir