Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ísraelskur hermaður hrinti Palestínumanni í hjólastól

At­vik­ið náð­ist á mynd­band sem far­ið hef­ur víða. Ísra­elsk yf­ir­völd segja mál­ið til rann­sókn­ar.

Ísraelskur hermaður hrinti Palestínumanni í hjólastól
Börn mæta hermönnum Palestínsk börn mæta ísraelskum hermönnum með alvæpni. Árásum á báða bóga hefur farið fjölgandi síðustu mánuði.

Myndband þar sem sjá má ísraelskan landamæravörð hrinda hreyfihömluðum palestínskum manni í hjólastól í götuna hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Atvikið átti sér stað við landamærastöð á hernumdu svæðunum í borginni Hebron fyrr í mánuðinum, stuttu eftir að ísraelskir hermenn höfðu skotið tuttugu ára gamla palestínska konu, sem sökuð var um að hafa reynt að stinga ísraelskan lögreglumann. Sjónarvottar segja að maðurinn í hjólastólnum hafi ætlað að nálgast konuna í þeim tilgangi að hjúkra henni. Samkvæmt ísraleska fjölmiðlinum Haaretz er ekkert vitað um ástand mannsins. Yfirvöld í Ísrael hafa gefið það út að þau hafi atvikið nú til rannsóknar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár