Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Mikil mengun í Reykjanesbæ eftir opnun kísilvers United Silicon: „Hvað voru þeir sem ráða hér að spá?“

Mik­il lykt­meng­un hef­ur ver­ið í stór­um hluta Reykja­nes­bæj­ar. Lykt­in kem­ur frá kís­il­ver­inu United Silicon sem hef­ur átt í vand­ræð­um með hreinsi­bún­að frá því fyrsti ofn­inn af fjór­um var gang­sett­ur fyr­ir nokkr­um dög­um. Eng­inn vill kann­ast við að hafa bú­ið til meng­un­ar­spá verk­smiðj­unn­ar.

Mikil mengun í Reykjanesbæ eftir opnun kísilvers United Silicon: „Hvað voru þeir sem ráða hér að spá?“
United Silicon Verksmiðjan spúir svæsinni brunalykt yfir stóran hluta Reykjanesbæjar. Mynd: AMG

Svæsin brunalykt finnst nú víða í Reykjanesbæ en kvörtunum hefur rignt yfir Umhverfisstofnun sem er nú að skoða málið. Brunalyktin kemur frá hinu umdeilda kísilveri United Silicon en líkt og Stundin hefur áður greint frá vill enginn kannast við það hjá danska ráðgjafafyrirtækinu COWI að hafa búið til mengunarspá fyrir verksmiðjuna sem skilað var inn til Umhverfisstofnunar og lögð var til grundvallar starfsleyfis fyrirtækisins.

Stundin hafði samband við forsvarsmenn United Silicon til þess að spyrjast fyrir um umrædda mengun sem berst frá verksmiðjunni en engin svör höfðu borist þegar fréttin var birt. Um leið og svör berast þá verður fréttin uppfærð.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur verksmiðjan átt í erfiðleikum með hreinsibúnað sem er tengdur eina ofninum sem hefur verið gangsettur. Hann er sá fyrsti af fjórum sem kísilverið hyggst keyra á allan ársins hring. Samkvæmt sömu heimildum slökknaði óvænt á ofninum þegar verið var að gangsetja hann en nú er búið að gera við þá bilun.

Hvað með heilsu íbúa?

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er málið í gaumgæfilegri skoðun en stofnuninni bárust fjölmargar kvartanir í gær frá íbúum Reykjanesbæjar. Ekki hafi verið búist við lyktmengun frá verksmiðjunni en eftir því sem Stundin kemst næst berst ekki þessi svæsna brunalykt frá kísilveri Elkem á Grundartanga. Staðan nú hafi því komið á óvart.

„Ógeðslega lykt í loftinu“

Þá hafa fjölmargir lýst yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlunum en í hópi sem ætlaður er íbúum Reykjanesbæjar eru ráðamenn bæjarfélagsins meðal annars gagnrýndir: „Hvað voru þeir sem ráða hér að spá? Hvað með heilsu íbúa. Þetta er ekki i lagi.“ Þá segist annar íbúi hafa vaknað með hausverk og „ógeðslega lykt í loftinu“ í morgun en sá sagði ljóst að verksmiðjan væri „stórhættuleg heilsu allra hér í Reykjanesbæ.“ Engar upplýsingar hafa borist frá Reykjanesbæ aðrar en þær að haft hafi verið samband við verksmiðjuna sem ætli sér að koma skýringum á framfæri í héraðsmiðlinum Víkurfréttum.

Íbúar á Facebook
Íbúar á Facebook Þetta er á meðal þess sem íbúar Reykjanesbæjar deila nú á milli sín á samfélagsmiðlunum.

Eykur ekki traust

Lyktin sem íbúar finna nú eykur ekki traust á frekari stóriðju í Helguvík en nú reynir önnur kísilverksmiðja, Thorsil, að fá útgefið starfsleyfi í bæjarfélaginu. Enn er hægt að senda inn athugasemdir vegna þess leyfis inni á vef Umhverfisstofnunar. Inni í hóp íbúa Reykjanesbæjar á Facebook eru þeir hvattir til þess að skila inn athugasemdum en sú sem setti inn færsluna hvetur fólk sérstaklega „...vegna þess hvernig þetta er orðið í dag en það er ógeðsleg lykt hér daglega vegna United Silicon.“

United Silicon er umdeilt fyrirtæki líkt og Stundin hefur margsinnis greint frá. Hvort sem það er dularfull umhverfismatsskýrsla fyrirtækisins, umdeild viðskiptasaga eigandans, mengunarspáin sem enginn kannast við að hafa gert, sú staðreynd að eigandinn neitar að gera sérkjarasamninga, deilur við verktakana sem byggðu verksmiðjuna eða stærð hennar sem er í engu samhengi við skýrslur fyrirtækisins, virðast fáar fréttir berast frá fyrirtækinu sem hægt er að flokka sem jákvæðar. Íbúar virðast vantreysta verksmiðjunni og þeim framtíðaráformum bæjaryfirvalda að auka stóriðjuna í bakgarði bæjarfélagsins.

Úr frétt Stundarinnar um dularfullu matsskýrslu United Silicon:

Eigendaslóðin er flókin og ekki liggja fyrir upplýsingar um raunverulega eigendur þeirra. Þó er ljóst að Magnús Ólafur Garðarsson er einn eigenda verkefnisins í Helguvík og hefur einnig verið sá eini sem komið hefur fram í fjölmiðlum vegna þess.

Gert að segja upp ella verða rekinn

Magnús Ólafur starfaði hjá ráðgjafar- og verkfræðistofunni COWI en fyrirtækið er danskt og starfa hjá því um sex þúsund manns. COWI var skrifuð fyrir mengunarspá sem bæði fyrsta verkefnið, Iceland Silicon Corporation, og það síðara, United Silicon, skilaði inn til Umhverfisstofnunar sem hluta af mati á umhverfisáhrifum við framleiðslu kísils í Helguvík.

COWI sver hins vegar af sér umrædda spá og krafðist þess við Umhverfisstofnun að nafn fyrirtækisins væri afmáð af fylgigögnum sem fylgdu matsskýrslunni sem Magnús Ólafur bjó til í tengslum við verkefnin tvö. Í dag, á vefsíðu Umhverfisstofnunar, er hægt að sjá umrædda matsskýrslu og er þar búið að taka út nafn COWI við svokallaða AIRMOD-loftdreifingarútreikninga á fylgiskjölum. Þrátt fyrir kröfu COWI um að nafn fyrirtækisins verði afmáð þá var það aðeins gert að hluta til. Enn stendur í skýrslunni: „Alþjóðlega verkfræðistofan COWI í Danmörku gerði árið 2008 loftdreifilíkan fyrir Helguvíkursvæðið ...“ Samt vill enginn kannast við það hjá fyrirtækinu að hafa unnið umrætt líkan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
6
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár