Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hvað er það versta sem getur gerst?

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti er sjálf­mið­að­ur og við­kvæm­ur mað­ur sem stefn­ir hrað­byri á að auka völd sín. Hann get­ur kast­að kjarn­orku­sprengju þeg­ar hann vill. Hann komst til valda með því að ala á ótta gagn­vart út­lend­ing­um og minni­hluta­hóp­um og ráð­gjafi hans, sem er kom­inn í þjóðarör­ygg­is­ráð­ið, seg­ir fjöl­miðl­um að „halda kjafti“.

Hvað er það versta sem getur gerst?

Fjölmiðlarnir ættu að skammast sín, vera niðurlægðir, og halda kjafti og hlusta,“ sagði helsti ráðgjafi Trumps, sem hefur verið skipaður í þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna, eftir að fjölmiðlar gagnrýndu ósannar yfirlýsingar blaðafulltrúa Trumps um að aldrei hefðu fleiri fylgst með embættistöku forseta en þegar Trump tók við. 

Donald Trump virðist nú vera því sem næst óstöðvandi og þar sem hann hefur þótt óstöðugur og ósannsögull er óttast um þróun heimsins nú þegar hann hefur getuna til að beita kjarnorkuvopnum með nokkurra mínútna fyrirvara.

Upphafið minnir á valdarán

Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur og sérfræðingur í bandarískum stjórnvöldum, líkir því sem er að gerast í Bandaríkjunum núna undir stjórn Donalds Trump við valdarán. Uppstokkun hans í utanríkisráðuneytinu og þjóðaröryggisráðinu sé bæði óskiljanleg og fordæmislaus. „Sá hluti af embættismannakerfinu sem myndi, undir eðlilegum kringumstæðum, standa í vegi fyrir, hemja eða veita Trump einhvers konar mótspyrnu hefur verið fjarlægður,“ segir hann.

Í síðustu viku var greint frá því að stór hluti yfirstjórnar utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna hefði verið sagt upp. Þar að auki tilkynnti Trump um síðustu helgi að fulltrúar bandaríska hersins og bandarísku leyniþjónustunnar ættu ekki lengur sæti í aðalnefnd ráðsins. Steve Bannon, aðalráðgjafi Trumps, mun þess í stað taka sæti í ráðinu. „Maður sem hefur unnið sér það eitt til frægðar að stýra kosningabaráttu Trumps er kominn inn í þjóðaröryggisráð,“ segir Magnús Sveinn. „Þar áður stýrði hann öfgasinnuðum jaðarfréttamiðli yst á hægri væng, fréttamiðli sem hefur verið lýst sem valkosti fyrir þá sem finnast FOX fréttastöðin vera of frjálslynd og vinstrisinnuð. Þetta er bakgrunnur Bannons og hann er skipaður inn í þjóðaröryggisráðið, á meðan fulltrúar hersins og leyniþjónustunnar eru settir til hliðar.“

Þjóðaröryggisráð var stofnað árið 1947, eftir seinni heimsstyrjöld í skugga ákvörðunar Bandaríkjahers um að varpa kjarnorkusprengjum á Japan. Ráðið tekur ákvarðanir um allt sem varðar utanríkis- og öryggismál. Um er að ræða mikilvægan samráðsvettvang fyrir forsetann til að fá ráðgjöf frá æðstu yfirmönnum öryggisstofnana og samræma stefnu. Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir Trump með þessum breytingum og uppsögnum vera að losa sig við gagnrýnar raddir.

Mér sýnist Trump vera að raða já-mönnum í kringum sig, eitthvað sem eykur líkur á hóphugsun og kemur í veg fyrir gagnrýna umræðu um mikilvæg málefni.

„Mér sýnist Trump vera að raða já-mönnum í kringum sig, eitthvað sem eykur líkur á hóphugsun og kemur í veg fyrir gagnrýna umræðu um mikilvæg málefni,“ segir hún. „Það að hafa gagnrýnar raddir í innsta kjarna forseta er gjarnan talið vera eitt af því sem kom í veg fyrir að kjarnorkuvopnum væri beitt í Kúbukrísunni undir JFK. Svona tilnefningar, og kannski sérstaklega það að fjarlægja hina aðilana úr ráðinu, gefur ekki vísbendingar um góða ákvarðanatöku.“ 

Trump virðist vera að hreinsa út víða og skipa embættismenn sem eru hlýðnir honum. Brottreksturinn úr utanríkisráðuneytinu er gott dæmi. Þess má geta að forseti skipar beint í um fjögur þúsund embætti, en þar af þarf öldungadeildin að samþykkja um 1100 skipanir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Trump grefur undan eftirliti, andófi og aðhaldi
ÚttektBandaríki Trumps

Trump gref­ur und­an eft­ir­liti, and­ófi og að­haldi

Eft­ir­lits­stofn­an­ir, fjöl­miðl­ar og grasrót­ar­hóp­ar hafa set­ið und­ir stans­laus­um árás­um á fyrsta ári Don­ald Trumps í embætti. For­set­inn hef­ur sett sér­stak­an and­stæð­ing Um­hverf­is­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna yf­ir stofn­un­ina og aft­ur­kall­að fleiri reglu­gerð­ir en nokk­ur fyr­ir­renn­ara hans gerði á fyrstu mán­uð­un­um í embætti. Hátt í 200 manns sem mót­mæltu við setn­ing­ar­at­höfn Trumps gætu átt yf­ir höfði sér ára­tuga­langt fang­elsi. Þá hef­ur árás­um hans á fjöl­miðla ver­ið líkt við stalín­isma.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár