Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hanna Birna var ritstjóra MAN magasín dýr

Björk Eiðs­dótt­ir rit­stjóri MAN seg­ist ekki ætla að birta við­tal við Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur sem átti að vera á for­síðu tíma­rits­ins.

Hanna Birna var ritstjóra MAN magasín dýr
Hanna Birna Kristjánsdóttir Ráðherrann fyrrverandi reyndist tímaritinu illa. Mynd: PressPhotos

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, olli nokkrum fjárhagslegum skaða fyrir tímaritið MAN með því að endursegja viðtal sitt við tímaritið í Íslandi í dag. Björk Eiðsdóttir, ritstjóri MAN, segist í samtali við Stundina skiljanlega vera svekkt yfir þessu en tímaritið eyddi bæði tíma og fé í meðal annars ljósmyndun og stílista. Forsíðuviðtalið við Hönnu Birnu verður ekki birt segir Björk. Nútíminn greindi fyrstur frá málinu í dag.

„Við vorum búin að vinna viðtalið og ganga frá því þegar þetta gerist á mánudagskvöldið. Hún sagði allt, fyrirsögnina og allt. Hún segir meira að segja fyrirsögnina í viðtalinu. Auðvitað er þetta rosalega svekkjandi,“ segir Björk.

Hún segir að útgáfu tímaritsins muni ekki seinka. Hins vegar hafi þurft að seinka prentun með tilheyrandi kostnaði. Forsíðuviðtalið átti fyrst og fremst að fjalla um hennar persónulegu upplifun af lekamálinu öllu. Björk segir að Hanna Birna segist hafa lofað því að fara ekki í annað persónulegt viðtal, en búist var við að hún færi í fréttaviðtöl vegna endurkomu hennar á Alþingi.

„Það vita það allir að það er ekki hægt að birta sama viðtalið tvisvar. Við sleppum viðtalinu hennar alveg. Þú getur ímyndað hvað það kostar; myndun með stílista, ljósmyndara, sminki og hári, blaðamaður og yfirlestur. Ég var auðvitað mjög svekkt, en lofa ekki síðra forsíðuviðtali í næstu viku,“  segir Björk.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár