Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gunnar reiður út í barnavernd: „Ekki gamli bærinn minn“

Sam­þykkt hef­ur ver­ið að lag­ið „Gamli bær­inn minn“ verði ekki spil­að rétt fyr­ir flug­elda­sýn­ingu Ljósa­næt­ur í Reykja­nes­bæ um helg­ina, að beiðni höf­und­ar lags­ins, Gunn­ars Þórð­ar­son­ar. Hann er ósátt­ur við barna­vernd.

Gunnar reiður út í barnavernd: „Ekki gamli bærinn minn“
„Ekki gamli bærinn minn“ Gunnar Þórðarson hefur bannað Reykjanesbæ að leika lagið á hátindi Ljósanætur annað kvöld.

Einn ástsælasti tónlistarmaður landsins, Gunnar Þórðarson, hefur bannað bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ að spila lagið hans „Gamli bærinn minn“ undir flugeldasýningu Ljósanætur um helgina eins og gert hefur verið undanfarin ár. Í fréttatilkynningu sem Gunnar sendi Víkurfréttum kom fram að „samskipti fjölskyldu minnar við eina af undirstofnunum Reykjanesbæjar er með þeim ólíkindum að ég banna flutning lagsins á Ljósanótt.“ Þá sagði Gunnar enn fremur að „þetta er ekki gamli bærinn minn.“

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er málið viðkvæmt og beinist reiði Gunnars og fjölskyldu hans að barnavernd Reykjanesbæjar. Sjálfur hefur Gunnar ekki viljað tjá sig frekar um málið en Stundin hafði samband við Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Kjartan Már sagðist hvorki mega, geta eða vilja tjá sig um málið. Samkvæmt upplýsingum frá bæjaryfirvöldum þá kemur Reykjanesbær til með að verða við beiðni Gunnars og því óljóst hvaða lag kemur til með að hljóma á undan flugeldasýningunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár