Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gunnar reiður út í barnavernd: „Ekki gamli bærinn minn“

Sam­þykkt hef­ur ver­ið að lag­ið „Gamli bær­inn minn“ verði ekki spil­að rétt fyr­ir flug­elda­sýn­ingu Ljósa­næt­ur í Reykja­nes­bæ um helg­ina, að beiðni höf­und­ar lags­ins, Gunn­ars Þórð­ar­son­ar. Hann er ósátt­ur við barna­vernd.

Gunnar reiður út í barnavernd: „Ekki gamli bærinn minn“
„Ekki gamli bærinn minn“ Gunnar Þórðarson hefur bannað Reykjanesbæ að leika lagið á hátindi Ljósanætur annað kvöld.

Einn ástsælasti tónlistarmaður landsins, Gunnar Þórðarson, hefur bannað bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ að spila lagið hans „Gamli bærinn minn“ undir flugeldasýningu Ljósanætur um helgina eins og gert hefur verið undanfarin ár. Í fréttatilkynningu sem Gunnar sendi Víkurfréttum kom fram að „samskipti fjölskyldu minnar við eina af undirstofnunum Reykjanesbæjar er með þeim ólíkindum að ég banna flutning lagsins á Ljósanótt.“ Þá sagði Gunnar enn fremur að „þetta er ekki gamli bærinn minn.“

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er málið viðkvæmt og beinist reiði Gunnars og fjölskyldu hans að barnavernd Reykjanesbæjar. Sjálfur hefur Gunnar ekki viljað tjá sig frekar um málið en Stundin hafði samband við Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Kjartan Már sagðist hvorki mega, geta eða vilja tjá sig um málið. Samkvæmt upplýsingum frá bæjaryfirvöldum þá kemur Reykjanesbær til með að verða við beiðni Gunnars og því óljóst hvaða lag kemur til með að hljóma á undan flugeldasýningunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár