Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gunnar reiður út í barnavernd: „Ekki gamli bærinn minn“

Sam­þykkt hef­ur ver­ið að lag­ið „Gamli bær­inn minn“ verði ekki spil­að rétt fyr­ir flug­elda­sýn­ingu Ljósa­næt­ur í Reykja­nes­bæ um helg­ina, að beiðni höf­und­ar lags­ins, Gunn­ars Þórð­ar­son­ar. Hann er ósátt­ur við barna­vernd.

Gunnar reiður út í barnavernd: „Ekki gamli bærinn minn“
„Ekki gamli bærinn minn“ Gunnar Þórðarson hefur bannað Reykjanesbæ að leika lagið á hátindi Ljósanætur annað kvöld.

Einn ástsælasti tónlistarmaður landsins, Gunnar Þórðarson, hefur bannað bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ að spila lagið hans „Gamli bærinn minn“ undir flugeldasýningu Ljósanætur um helgina eins og gert hefur verið undanfarin ár. Í fréttatilkynningu sem Gunnar sendi Víkurfréttum kom fram að „samskipti fjölskyldu minnar við eina af undirstofnunum Reykjanesbæjar er með þeim ólíkindum að ég banna flutning lagsins á Ljósanótt.“ Þá sagði Gunnar enn fremur að „þetta er ekki gamli bærinn minn.“

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er málið viðkvæmt og beinist reiði Gunnars og fjölskyldu hans að barnavernd Reykjanesbæjar. Sjálfur hefur Gunnar ekki viljað tjá sig frekar um málið en Stundin hafði samband við Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Kjartan Már sagðist hvorki mega, geta eða vilja tjá sig um málið. Samkvæmt upplýsingum frá bæjaryfirvöldum þá kemur Reykjanesbær til með að verða við beiðni Gunnars og því óljóst hvaða lag kemur til með að hljóma á undan flugeldasýningunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár