Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gunnar reiður út í barnavernd: „Ekki gamli bærinn minn“

Sam­þykkt hef­ur ver­ið að lag­ið „Gamli bær­inn minn“ verði ekki spil­að rétt fyr­ir flug­elda­sýn­ingu Ljósa­næt­ur í Reykja­nes­bæ um helg­ina, að beiðni höf­und­ar lags­ins, Gunn­ars Þórð­ar­son­ar. Hann er ósátt­ur við barna­vernd.

Gunnar reiður út í barnavernd: „Ekki gamli bærinn minn“
„Ekki gamli bærinn minn“ Gunnar Þórðarson hefur bannað Reykjanesbæ að leika lagið á hátindi Ljósanætur annað kvöld.

Einn ástsælasti tónlistarmaður landsins, Gunnar Þórðarson, hefur bannað bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ að spila lagið hans „Gamli bærinn minn“ undir flugeldasýningu Ljósanætur um helgina eins og gert hefur verið undanfarin ár. Í fréttatilkynningu sem Gunnar sendi Víkurfréttum kom fram að „samskipti fjölskyldu minnar við eina af undirstofnunum Reykjanesbæjar er með þeim ólíkindum að ég banna flutning lagsins á Ljósanótt.“ Þá sagði Gunnar enn fremur að „þetta er ekki gamli bærinn minn.“

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er málið viðkvæmt og beinist reiði Gunnars og fjölskyldu hans að barnavernd Reykjanesbæjar. Sjálfur hefur Gunnar ekki viljað tjá sig frekar um málið en Stundin hafði samband við Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Kjartan Már sagðist hvorki mega, geta eða vilja tjá sig um málið. Samkvæmt upplýsingum frá bæjaryfirvöldum þá kemur Reykjanesbær til með að verða við beiðni Gunnars og því óljóst hvaða lag kemur til með að hljóma á undan flugeldasýningunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár