Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gunnar reiður út í barnavernd: „Ekki gamli bærinn minn“

Sam­þykkt hef­ur ver­ið að lag­ið „Gamli bær­inn minn“ verði ekki spil­að rétt fyr­ir flug­elda­sýn­ingu Ljósa­næt­ur í Reykja­nes­bæ um helg­ina, að beiðni höf­und­ar lags­ins, Gunn­ars Þórð­ar­son­ar. Hann er ósátt­ur við barna­vernd.

Gunnar reiður út í barnavernd: „Ekki gamli bærinn minn“
„Ekki gamli bærinn minn“ Gunnar Þórðarson hefur bannað Reykjanesbæ að leika lagið á hátindi Ljósanætur annað kvöld.

Einn ástsælasti tónlistarmaður landsins, Gunnar Þórðarson, hefur bannað bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ að spila lagið hans „Gamli bærinn minn“ undir flugeldasýningu Ljósanætur um helgina eins og gert hefur verið undanfarin ár. Í fréttatilkynningu sem Gunnar sendi Víkurfréttum kom fram að „samskipti fjölskyldu minnar við eina af undirstofnunum Reykjanesbæjar er með þeim ólíkindum að ég banna flutning lagsins á Ljósanótt.“ Þá sagði Gunnar enn fremur að „þetta er ekki gamli bærinn minn.“

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er málið viðkvæmt og beinist reiði Gunnars og fjölskyldu hans að barnavernd Reykjanesbæjar. Sjálfur hefur Gunnar ekki viljað tjá sig frekar um málið en Stundin hafði samband við Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Kjartan Már sagðist hvorki mega, geta eða vilja tjá sig um málið. Samkvæmt upplýsingum frá bæjaryfirvöldum þá kemur Reykjanesbær til með að verða við beiðni Gunnars og því óljóst hvaða lag kemur til með að hljóma á undan flugeldasýningunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu