Nafn: Jelena Schally.
Aldur: 30 ára.
Upprunaland: Króatía/Serbía.
Kom til Íslands árið 1996.
Starf: Innanhússtílisti og þjónn.
Íslendingar hafa í höndum sér enn eitt tækifærið til að breyta heiminum til góðs með góðu fordæmi.“ Þetta segir Jelena Schally, en hún kom hingað til lands frá Serbíu ásamt fjölskyldu sinni árið 1996. Ári áður höfðu þau flúið heimili sitt í Króatíu vegna stríðsátakanna þar í landi. Hún segist fyrst og fremst þakklát fyrir frelsið sem hún hefur upplifað á Íslandi - ekki einungis frelsi frá stríðsátökum, eða frelsi til menntunar og atvinnu, heldur einnig menningarlegt frelsi til að skapa og tjá sig og vera hún sjálf.
Jelena hefur fylgst með umræðunni um flóttafólk og segir mikilvægt að Íslendingar hafi í huga að með því að neita því að taka á móti flóttafólki séu þeir mögulega að neita fólki um framtíð.
Leikrænn tilbúningur
Jelena bjó í borginni Knin, sem er rétt hjá vinsæla ferðamannastaðnum Split, en þar átti fjölskyldan jafnframt íbúð auk þess að eiga hús í sveitinni á milli Split og Knin. Í einni svipað voru þau svipt öllu sem þau áttu.
Jelena segist eiga góðar æskuminningar frá Króatíu, en hún man einnig eftir stríðinu. Pabbi hennar var hermaður en serbneski herinn hafði myndað víggarð í kringum serbnesk samfélög í Króatíu. „Klukkan tíu á kvöldin fór sírenan gjarnan í gang en það merkti að varnirnar hefðu brugðist. Þá var öllum gert að halda sig innandyra. En mamma var hugmyndarík og henni tókst oft að telja okkur trú um að þetta væri skemmtilegt ævintýri. Ef við systurnar urðum hræddar sagði hún okkur að strákarnir væru úti í byssuleik og hvíslaði síðan að okkur glottandi að nú yrðum við að fela okkur. Við héldum að við værum að leika okkur,“ rifjar Jelena upp. „Hver hefur ekki
Athugasemdir