Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Gekk í sjóinn eftir frávísun frá geðdeild

Ís­lend­ing­ar eru heims­meist­ar­ar í geð­lyfja­notk­un en auka­verk­an­ir vegna þeirra geta ver­ið mjög al­var­leg­ar. Stjórn­völd­um hef­ur ít­rek­að ver­ið bent á ósam­ræm­ið í nið­ur­greiðslu á heil­brigð­is­þjón­ustu hér á landi, án ár­ang­urs. Dæmi eru um að fólk sé á geð­lyfj­um í mörg ár án þess að fá rétta grein­ingu eða að hafa nokk­urn tíma hitt sál­fræð­ing eða geð­lækni, þótt klín­ísk­ar leið­bein­ing­ar kveði á um að sál­fræði­með­ferð eigi að vera fyrsta val. Með­al­tími hjá sál­fræð­ingi kost­ar á bil­inu 8 til 15 þús­und krón­ur og hef­ur efnam­inna fólk ekki að­gengi að þeirri þjón­ustu.

Það eina sem Hildur Rún Helgudóttir hugsaði um, þar sem hún stóð í grjótinu niðri í Gróttu og horfði út á hafið, var hversu mikið hana langaði til að deyja. Hún gerði sér grein fyrir að hennar yrði sárt saknað, en fannst ósanngjarnt að hún þyrfti að lifa fyrir aðra. Af hverju mátti hún ekki bara deyja? Hún tók fyrsta skrefið út í vatnið og hélt síðan áfram að ganga þar til sjórinn umlukti hana. Nú yrði hún loksins frjáls.

Tveimur vikum áður en Hildur Rún gekk í sjóinn leitaði hún á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans vegna sjálfsvígshugsana. Henni var vísað frá. „Þegar ég kom var ég fyrst beðin um að fylla út spurningalista þar sem var meðal annars spurt hvað væri að hrjá mig og hvort ég hefði gert eitthvað til þess að skaða mig. Ég fyllti út listann og skilaði honum inn. Tæpum hálftíma síðar tók geðhjúkrunarfræðingur á móti mér. Hún spurði mig hvers vegna mér liði svona illa, en ég hafði náttúrlega engin svör. Mér leið bara illa.“ 
Á þessum tíma voru tveir mánuðir þar til Hildur Rún átti að fara til Sviss að vinna á bóndabýli en hún hafði skráð sig í gegnum fyrirtækið Nínukot. Hún segir hjúkrunarfræðinginn hafa hvatt sig til þess að vera jákvæð og hugsa til þess að hún væri að fara til Sviss. Hún hefði sannarlega eitthvað til að hlakka til og ætti ekki að vilja enda líf sitt. „Ég játaði bara öllu sem hún sagði. Það voru mín varnarviðbrögð.“

Hafði áhyggjur af jarðarfararkostnaði

Eftir stutt spjall við geðhjúkrunar­fræðing var Hildur Rún send heim. „Mér leið eins og fífli,“ segir hún. „Fyrir að hafa leitað þangað þegar það var greinilega ekkert að mér.“

Tveimur vikum síðar gekk hún í sjóinn. „Ég var nýkomin heim úr sumarbústaðarferð með vinum mínum og vinkonum. Ég skemmti mér mjög vel í ferðinni, en það var eitthvað innra með mér sem sagði að nú væri komið að þessu. Mér fannst ég hafa þjáðst nógu lengi og eiga það skilið að losna. Ég fór heim, grét smá og safnaði í mig kjarki. Það tók svolítinn tíma. Svo skrifaði ég mömmu bréf þar sem ég sagði að mér þætti þetta leitt. Ég hafði 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár