Geislavarnir ríkisins kröfðust þess að Vodafone gerðu úrbætur vegna rafsegulgeislunar sem stafar frá sendum þeirra á hæsta tindi Úlfarsfells.
Fjarskiptafyrirtækið greip til þess ráðs að girða af stórt svæði í kringum sendana og fjarskiptamöstrin sem tróna efst á fjallinu. Róbert Lárusson, sérfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins, staðfesti við Stundina að mælingar hefðu sýnt geislun yfir viðmiðunarmörkum. Þarna er um að ræða rafsegulgeislun eða ójónaða geisla. Róbert segir að Vodafone sé ráðlagt að slökkva á umræddum sendum þegar starfsmenn þurfa að vera í námunda við þá. Róbert segir þó að fólki sem staldrar við hjá kofa Vodafone stafi ekki bein hætta af útvarpsbylgjunum í allt að klukkustund.
Athugasemdir