Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vodafone girti af svæði á Úlfarsfelli vegna rafsegulgeislunar

Geislavarn­ir rík­is­ins kröfðu Voda­fo­ne um úr­bæt­ur vegna raf­seg­ul­geisl­un­ar sem er yf­ir hættu­mörk­um. Fjar­skipt­ar­is­inn reisti girð­ingu á toppi fjalls­ins. „Um­hverf­is­frekja“ seg­ir göngu­mað­ur.

Vodafone girti af svæði á Úlfarsfelli vegna rafsegulgeislunar
Geislavirkni Ekki þykir ráðlagt að vera of lengi í nálægð við mannvirki Vodafone á Úlfarsfelli. Fyrirtækið brást við kröfu um úrbætur með því að reisa öfluga girðingu í kringum um svæðið. Mynd: Reynir Traustason

Geislavarnir ríkisins kröfðust þess að Vodafone gerðu úrbætur vegna rafsegulgeislunar sem stafar frá sendum þeirra á hæsta tindi Úlfarsfells. 

Fjarskiptafyrirtækið greip til þess ráðs að girða af stórt svæði í kringum sendana og fjarskiptamöstrin sem tróna efst á fjallinu. Róbert Lárusson, sérfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins, staðfesti við Stundina að mælingar hefðu sýnt geislun yfir viðmiðunarmörkum. Þarna er um að ræða rafsegulgeislun eða ójónaða geisla. Róbert segir að Vodafone sé ráðlagt að slökkva á umræddum sendum þegar starfsmenn þurfa að vera í námunda við þá. Róbert segir þó að fólki sem staldrar við hjá kofa Vodafone stafi ekki bein hætta af útvarpsbylgjunum í allt að klukkustund.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár