Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Fyrir stuttu síðan ákvað ég að fara að elska sjálfa mig eins og ég er!“

Sunna Mjöll Bjarna­dótt­ir hef­ur leng­ið ver­ið óánægð með lík­ama sinn en ákvað að snúa við­horf­inu við og ögra stað­al­mynd­um á Face­book: „Það er bara eitt ein­tak til af okk­ur – leyf­um okk­ur að elska það ein­tak, við er­um öll fal­leg!“

„Fyrir stuttu síðan ákvað ég að fara að elska sjálfa mig eins og ég er!“

Sunna Mjöll Bjarnadóttir ákvað að stíga út fyrir þægindarammann með því að birta þessa mynd af sér á Facebook. Ástæðan var sú að hún hefur allt of lengi verið ósátt við líkama sinn. Hún ákvað því að breyta viðhorfi sínu og ögra staðalmyndum. Til að benda á að fólk er fallegt eins og það er, óháð því hvort maginn sé sléttur eða lærin stinn.

Var alltaf að biðjast afsökunar á líkama sínum

„Þægindaramminn er víst þannig gerður að stundum þarf maður að taka alveg svakalega stórt skref út fyrir hann. Fyrir nokkru síðan var ég fengin í ljósmyndaverkefni þar sem fyrirfram ákveðin hugmynd var framkvæmd. Það er búið að taka mig dágóðan tíma að ákveða hvort ég eigi að birta myndina eða ekki, og er ég að svitna við að skrifa þetta hérna. Maður veit að alltaf koma neikvæð ummæli um athyglissýki og fleira þegar svona ert birt, og sitja þau yfirleitt fastari í kollinum á manni heldur en þau jákvæðu.

En tilgangurinn með myndinni er svo sannarlega ekki athyglissýki, heldur er það til að minna ykkur á að vera sátt við ykkur sjálf í ykkar eigin líkama. 
Ég hef alla tíð verið mjög ósátt við líkamann minn vegna þess að maginn á mér er ekki sléttur, vegna þess að lærin á mér eru ekki stinn og svo gæti ég lengi talið.

Sem dæmi er yfirleitt það fyrsta sem ég segi þegar einhver strákur fer að tala við mig er eitthvað á þessa leið: „Já en sko..ég er ekki með fullkominn líkama, maginn minn er mjúkur, þú vilt ábyggilega ekkert kynnast mér“. 

Annað dæmi er að fyrr í vetur fór ég til læknis út af því að ég var með magapest og þegar hann þurfti að fá að taka upp bolinn til að pota eitthvað í magann á mér bað ég hann innilegrar afsökunar á því að maginn á mér væri mjúkur. 
Eðlilegt? Nei!

„Ég hef alla tíð verið mjög ósátt við líkamann minn.“

Segjum stopp við staðalímyndum

Fyrir stuttu síðan ákvað ég að fara að elska sjálfa mig eins og ég er! Ég á einn líkama, það er einungis til eitt eintak af mér og ég ætla að leyfa mér að blómstra eins og ég er. Eigum við ekki öll að fara að þykja vænt um okkur sjálf, sama hvort við séum 45 kg, 75 kg eða 120 kg? Þó ég myndi verða grönn eða þó ég myndi þyngjast um helming, þá mun það ekki breyta persónuleika mínum og það mun ekki breyta því hvernig manneskja ég er.

Eigum við ekki öll að miðla því áfram, sérstaklega til yngri kynslóðarinnar að sama hvernig þú lítur út, þá ertu samt alltaf besta eintakið af manneskjunni sem þú ert.

Sönn fegurð kemur að innan!

Það er bara eitt eintak til af okkur – leyfum okkur að elska það eintak, við erum öll falleg! 

Segjum stopp við staðalímyndum og þeim fordómum sem eru í gangi,“ skrifar Sunna.

„Það er bara eitt eintak til af okkur – leyfum okkur að elska það eintak, við erum öll falleg!“

 

 

Þægindaramminn er víst þannig gerður að stundum þarf maður að taka alveg svakalega stórt skref út fyrir hann. Fyrir...

Posted by Sunna Mjöll Bjarnadóttir on Friday, May 15, 2015

 

Búin að fá yfir 100 einkaskilaboð

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Frá því að Sunna birti myndina í gær hefur hún fengið ríflega 2.000 likes og fjölmörg skilaboð. „Like-in og kommentin við myndina hafa öll verið mjög jákvæð, nema eitt,“ segir hún í samtali við Stundina.

Sjálf átti hún ekki von á svo góðum viðbrögðum, heldur bjóst hún allt eins við neikvæðari ummælum. Hún var í hálfgerðu sjokki yfir allri athyglinni sem myndbirtingin hafði fengið þegar blaðamaður náði af henni tali, en þakklát fyrir viðtökurnar og ánægð með að hafa látið til skarar skríða. 

„Mér líður bara vel. Ég er í pínu sjokki yfir allri athyglinni. Það mun taka langan tíma að fara yfir öll skilaboðin og svoleiðis. En það eina sem ég hugsa um er að ég held að mér hafi tekist að fá fólk til að hugsa fallegri hugsanir um líkamann sinn.

Ég er svo búin að fá yfir 100 einkaskilaboð, frá bæði konum og körlum að þakka mér fyrir. Þau segjast öll eiga erfitt með að elska líkama sinn en ætla að reyna að muna orðin mín.

Ísland var nýlega í öðru sæti yfir hamingjusömustu þjóðina í einhverri rannsókn. Við komumst beint á toppinn ef við förum að elska okkur sjálf eins og við erum.“

 

Ljósmynd: Sigurður Haraldssson - Art of Sighar

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár