Í upphafi janúar árið 2000 gekk maður inn í skólastofu nokkra í Gamla skóla Menntaskólans í Reykjavík. Hann lét lítið fyrir sér fara og tók sér sæti á fremsta bekk. Nemendur í 6-Y, sem voru að hefja lokaönn sína við skólann, könnuðust ekki við kauða, og það gerði kennarinn ekki heldur. Aðspurður sagðist maðurinn vera nýr í bekknum. Það gat hinsvegar ekki passað, sagði kennarinn, sem blaðaði í pappírum án þess að finna nafn hans á skrá yfir nemendur. Maðurinn svaraði því til að verið væri að ganga frá skráningu hans í skólann á skrifstofunni.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
Furðulegt háttalag forsætisráðherra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gegndi embætti forsætisráðherra í tæp þrjú ár. Á þeim tíma tókst honum að verða einhver umdeildasti stjórnmálamaður íslenskrar stjórnmálasögu fyrr og síðar. Hann stígur nú úr ráðherrastóli algjörlega rúinn trausti eftir of marga einleiki. Sigmundur var hljóðlátur táningur sem lét lítið fyrir sér fara, gömul sál sem sprakk út á háskólaárunum. Hann á það til að gera hluti sem fólk klórar sér í kollinum yfir.
Athugasemdir