Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Endurkjörinn í stjórn RÚV: Telur Sigmund hafa sætt árásum og vill öll Panama-skjöl „upp á borð“

Krist­inn Dag­ur Giss­ur­ar­son hef­ur und­an­farn­ar vik­ur vak­ið at­hygli á pistl­um þar sem Rík­is­út­varp­ið er sak­að um hern­að gegn Sig­mundi Dav­íð. Krist­inn var end­ur­kjör­inn í stjórn RÚV í gær.

Endurkjörinn í stjórn RÚV: Telur Sigmund hafa sætt árásum og vill öll Panama-skjöl „upp á borð“

Kristinn Dagur Gissurarson og Guðlaugur G. Sverrisson, sem báðir hafa farið hörðum orðum um efnistök og fréttaflutning Ríkisútvarpsins, verða áfram fulltrúar Framsóknarflokksins í stjórn RÚV. Kosið var í stjórnina á Alþingi í gær en aðalmenn verða, auk Kristins og Guðlaugs, þau Mörður Árnason, Gunnar Sturluson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Jón Ólafsson, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Friðrik Rafnsson og Lára Hanna Einarsdóttir.

Kristinn Dagur hefur sýnt fréttastofu RÚV talsvert aðhald í gegnum tíðina, meðal annars á Facebook-síðu sinni sem er opin og aðgengileg öllum. Hefur hann verið gagnrýninn á fréttaflutning af ýmsum málum, sérstaklega þó af málefnum sem tengjast Framsóknarflokknum. Undanfarnar vikur hefur Kristinn deilt pistlum, meðal annars eftir þingmenn flokksins, þar sem Ríkisútvarpið er sakað um að stunda hernað gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi forsætisráðherra. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu