Kristinn Dagur Gissurarson og Guðlaugur G. Sverrisson, sem báðir hafa farið hörðum orðum um efnistök og fréttaflutning Ríkisútvarpsins, verða áfram fulltrúar Framsóknarflokksins í stjórn RÚV. Kosið var í stjórnina á Alþingi í gær en aðalmenn verða, auk Kristins og Guðlaugs, þau Mörður Árnason, Gunnar Sturluson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Jón Ólafsson, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Friðrik Rafnsson og Lára Hanna Einarsdóttir.
Kristinn Dagur hefur sýnt fréttastofu RÚV talsvert aðhald í gegnum tíðina, meðal annars á Facebook-síðu sinni sem er opin og aðgengileg öllum. Hefur hann verið gagnrýninn á fréttaflutning af ýmsum málum, sérstaklega þó af málefnum sem tengjast Framsóknarflokknum. Undanfarnar vikur hefur Kristinn deilt pistlum, meðal annars eftir þingmenn flokksins, þar sem Ríkisútvarpið er sakað um að stunda hernað gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi forsætisráðherra.
Athugasemdir