Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Forræði fæðinga flutt aftur til mæðra

Kon­um sem fæða heima heils­ast bet­ur og börn þeirra eru hraust­ari. Þær eru ánægð­ari með fæð­ing­ar­reynsl­una, og kljást síð­ur við fæð­ing­ar­þung­lyndi. Þrátt fyr­ir þetta fæða að­eins tæp 2% ís­lenskra kvenna heima hjá sér, ekki hef­ur ver­ið starf­rækt fæð­ing­ar­heim­ili á Ís­landi í 20 ár, og fæð­ing­ar­stöð­um á lands­byggð­inni fækk­ar, þvert á ósk­ir ljós­mæðra og fæð­andi kvenna. Rætt er við fimm kon­ur, í mis­mun­andi störf­um, sem all­ar hafa já­kvæða reynslu af fæð­ing­um ut­an spít­ala.

Frá því mannkynið komst á þann stað í þróun sinni að konur eignuðust lifandi afkvæmi með svo risavaxin höfuð að þau rétt sleppa út um mjaðmagrindina, hefur það verið mjög áhættusamur gjörningur. Hreinlæti, þekking, reynsla, andrúmsloft, allt hefur þetta áhrif á útkomu fæðingarinnar. Upp úr byltingu læknisfræðinnar, og með aukinni vakningu um hreinlæti og verkun mannslíkamans, færðust fæðingar út af heimilum fólks og inn á spítalana, í hendurnar á læknum, hjúkrunafræðingum og ljósmæðrum.

Í byrjun 20. aldar voru fæðingar á sjúkrahúsum innan við eitt prósent í Evrópu. Þegar leið á öldina fluttust fæðingar jafnt og þétt inn á sjúkrahúsin þar sem greiður aðgangur var að fæðingarlæknum ef eitthvað amaði að. Um og upp úr miðri öldinni fæddi meirihluti kvenna á sjúkrahúsum og undir lok hennar var næsta fátítt að konur fæddu heima. Sjúkrahúsumhverfið þótti að mörgu leyti aðgengilegri vinnustaður fyrir starfsfólk og auðveldara var að mennta ljósmæður þar.

Með upplýsingu urðu afskipti ríkisins meiri af fæðingum, bæði vegna aukinnar meðvitundar um mæðra- og ungbarnadauða og stefnu þeirra varðandi fólksfjölgun. Við þetta varð aðkoma lækna að fæðingum algengari og þar með „karlavæddist“ hin opinbera fæðingarþekking þar sem viðhorfið var að fæðing væri sjúkdómur, enda voru það áhættufæðingar sem þurftu þjónustu læknanna við. 

Afleiðing þessarar þróunar var sú að dánartíðni nýfæddra barna féll stöðugt, sem og mæðranna. Það sem hins vegar virðist hafa gerst samhliða þessu er að margra alda þekking á andlegu hlið fæðingarinnar, sem og ýmis verkleg þekking, sem gengið hafði konu fram af konu, hvarf að mestu. Líkaminn var álitinn vél sem hægt var að skilja hvernig virkaði, og þar af leiðandi væri best að setja þessa vél í hendurnar á sérfræðingum, þegar hún tæki upp á því að fjölga sér. 

Fæðingar heima jafnvel öruggari

Um síðustu aldamót voru heimafæðingar í sögulegu lágmarki, um 0,7% árið 2000. Þeim fjölgaði samt hægt en örugglega, og voru þær í 1,8% árið 2009, 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár