Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fólkið í sveitinni í lykilhlutverkum í verðlaunamynd Gríms á Cannes: Þetta er fólkið í Bárðardal

Til­vilj­un réði því að leik­stjór­inn Grím­ur Há­kon­ar­son valdi Bárð­ar­dal í Suð­ur-Þing­eyj­ar­sýslu sem tökustað fyr­ir nýj­ustu kvik­mynd sína, Hrút­ar. Dal­ur­inn reynd­ist vera full­ur af hæfi­leika­fólki og -skepn­um með nef fyr­ir góðu bíói. Leik­stjór­inn skoð­aði ljós­mynd­ir af tökustað og rifj­aði upp sög­ur af fólk­inu sem setti svip á hans per­són­leg­asta verks til þessa.

Fólkið í sveitinni í lykilhlutverkum í verðlaunamynd Gríms á Cannes: Þetta er fólkið í Bárðardal

Í fyrsta sinn í 68 ára sögu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes vann íslensk kvikmynd til verðlauna í gær. Kvikmyndin Hrútar vann í flokki Un Certain Regard, sem er fyrir nýliða sem hafa sýnt frumleika og hugrekki. Alls voru 20 kvikmyndir tilnefndar í flokknum en 4.000 myndir sóttu um að komast að. Einu sinni áður hefur íslensk kvikmynd í fullri lengd verið tilnefnd í þessum flokki, Sódóma Reykjavík árið 1993.

Cannes er ein allra stærsta og virtasta kvikmyndahátíð heims og heimsþekktir leikstjórar á borð við Gus Van Sant, Sofia Coppola og Steve McQueen eru á meðal þeirra sem hafa sýnt myndirnar sínar í Un Certain Regard. Þá hafa þau Sólveig Anspach og Dagur Kári fengið tilnefningar fyrir myndir sem voru unnar í samvinnu við erlenda aðila, Stormviðri og Voksne Mennesker.

Leikstjóri Hrúta, Grímur Hákonarson, hefur starfað við kvikmyndagerð í tæpa tvo áratugi. Sumarlandið var fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd. Hún kom út árið 2010. Áður hafði hann gert stuttmyndirnar Slavek the Shit og Bræðrabyltu og heimildarmyndirnar Varði Goes Europe, Hreint hjarta og Hvellur.

Hrútar fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri, bræður sem búa hlið við hlið í afskekktum dal fyrir norðan. Bræðurnir, Gummi og Kiddi, hafa ekki talast við í fjörtíu ár en deila sama landi auk þess sem fjárstofn þeirra þykir einn sá besti í landinu, enda hafa þeir bræður verið margverðlaunaðir fyrir hrútana sína. Örvænting grípur um sig á meðal bænda þegar riðuveiki kemur upp í dalnum og yfirvöld ákveða að slátra sauðfé til að spyrna við útbreiðslu sjúkdómsins. Bræðurnir standa frammi fyrir því að missa allt sem þeim er kærast og grípa til sinna ráða.

Tilviljun réði því að Grímur valdi Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu sem tökustað fyrir Hrúta. Dalurinn reyndist vera fullur af hæfileikafólki og -skepnum með nef fyrir góðu bíói. Leikstjórinn skoðaði ljósmyndir af tökustað og rifjaði upp sögur af fólkinu sem setti svip á hans persónlegasta verks til þessa.

Leikstjórinn
Leikstjórinn Grímur Hákonarson segir Hrúta sitt persónulegasta verk til þessa.

„Hrútar er mjög persónuleg mynd fyrir mig og það er mikil sál í henni. Ætli ég hafi ekki í raun gert hana fyrir mömmu og afa. Ég var sjálfur í sveit í Flóanum, en báðir foreldrar mínir eru þaðan. Ég er borgarbarn en mér finnst ég hafa ákveðið innsæi þegar kemur að sveitinni. Það eru margar senur í myndinni sem byggja á minni eigin upplifun í æsku. Í einni senunni er Gummi að klippa á sér neglurnar með skærum. Ég man eftir afa þar sem hann sat í stofunni, að horfa á RÚV, með risaskæri og langar neglur sem hann var að klippa. Ég hef kynnst svona körlum eins og bræðrunum Kidda og Gumma, sem búa einir hvor á sínum bænum og talast ekki við. Hrútar er mynd um hverfandi lifnaðarhætti og þessa karaktera sem eru að deyja út.“

Guðrún á Mýri
Guðrún á Mýri Hafði aldrei leikið áður en hljóp í skarðið og gerði það með prýði.

„Fyrir um tveimur árum var ég búinn að keyra í nokkra daga, vítt og breitt um landið, í leit að tökustað. Ég var við það að gefast upp, því ég hafði mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig bæir bræðranna Kidda og Gumma ættu að líta út. Svo kom ég að Bárðardal og fékk strax góða tilfinningu. Þegar ég sá Bólstað og Mýri, vissi ég að þetta væru bæirnir. Ég bankaði upp á á Mýri, mjög stressaður. Guðrún bauð mér inn og áður en ég vissi af var ég kominn í hrókasamræður að borða silung. Guðrún og Tryggvi, maðurinn hennar, eru gestrisnasta fólk sem ég hef hitt. Guðrún hljóp líka í skarðið sem leikkona. Guðrún hafði aldrei leikið en skilaði sínu vel.“

Óli á Bjarnastöðum
Óli á Bjarnastöðum Kenndi leikstjóranum alla frasana.

„Ég sá Óla á Bjarnastöðum fyrst í sjónvarpsfrétt um snjóþyngsli í Bárðardal og sá strax að hann var skemmtilegur karakter. Þegar ég frétti að hann gæti leikið bauð ég honum hlutverk eins bændanna. En hann gerði svo margt fleira en að leika og var nánast fastráðinn hjá okkur meðan á tökum stóð. Hann var meðal annars staðgengill fyrir Sigga, aðstoðaði við leikmyndina og hjálpaði til með kindurnar. Hann hjálpaði mér líka að kafa ofan í bændamenninguna, meðal annars með því að kenna mér alla þessa frasa sem bændur nota og enginn skilur nema þeir.“

Brói úr Reykjardal
Brói úr Reykjardal Datt inn á síðustu stundu og reyndist náttúrutalent.

„Daginn áður en við fórum í tökur forfallaðist sá sem átti að fara með þriðja stærsta hlutverk myndar­innar, hlutverk hreppstjórans. Brói er úr Reykjadal og ég hafði einu sinni séð hann á sveitaleiksýningu. Ég hafði augastað á honum svo ég hafði beðið hann að láta sér vaxa skegg, þótt ég hafi ekki vitað hvaða hlutverk hann ætti að fá. Brói er sveitamaður og ber það með sér, bæði í útliti og atgervi, og hann reyndist vera algjört náttúrutalent. Við vorum heppnir að hann skyldi vera þarna þegar við lentum í þessu. Ég hef dálítið gaman af því að velja týpur sem passa í hlut­verkin og eru sjálfar karakterinn sem þeir eru að leika. Hann er þannig.“

Maggi á Kiðagili
Maggi á Kiðagili Viskubrunnur og dýraþjálfari.

„Eins og með svo marga aðra kom Maggi inn fyrir tilviljun en reyndist algjör lykilmaður. Hann rekur gistiheimilið að Kiðagili með konunni sinni, Sigurlínu. Við kynntumst honum strax í undirbúningi myndarinnar því við gistum hjá þeim. Hann varð okkar helsti tengiliður við aðra íbúa í dalnum. Þar voru allir jákvæðir og þessi andi í sveitinni skilar sér vel í myndina. Okkur leið öllum vel þarna. En fyrir utan að vera tengiliður held ég að Maggi eigi svona tíu kredit í myndinni. Hann var stunt-maður, viskubrunnur, vísaði okkur á réttu staðina fyrir tökur, vann í leikmyndinni og svo bregður honum líka fyrir sem leikara. Síðast en ekki síst hafði hann hlutverk dýraþjálfara og sá algjörlega um að þjálfa kindurnar.“

Kindurnar á Halldórsstöðum
Kindurnar á Halldórsstöðum Meira að segja kindurnar duttu í karakter.

„Við lögðum mikla vinnu í að „kasta“ fyrir hlutverk kindanna og hrútanna. Útlitið var mikilvægt, því Hrútar fjalla um einstakan fjárstofn, en það var ekki síður mikilvægt að finna fé með rétta skapgerð. Við fórum á nokkra bæi og fundum misstyggar kindur. En á Halldórsstöðum, hjá Beggu og Ingvari, fundum við leikarana okkar. Kindurnar þar eru gæfar eins og hundar og Begga er algjör kinda-whisperer. Ég hafði kviðið því hvernig við ættum að leysa flóknar kindasenur, en þær reyndust ekkert vandamál. Kindurnar á Halldórsstöðum fóru meira að segja stundum í karakter. Ég sagði aksjón og þá fóru þær bara að leika.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár