Þúsundir horfðu til himins í morgun þegar seinasti evrópski almyrkvinn á sólu fram að árinu 2026 átti sér stað. Myrkvinn sást yfir Íslandi.
Þegar sólmyrkvinn náði hámarki huldi tunglið 97,5% af sólinni í Reykjavík, en 99,4% á Austurlandi. Almyrkvinn sást síðan skammt undan austurströndinni.
Síðast varð almyrkvi á sólu árið 1954. Frá því ári hefur tunglið mest náð að hylja 77% af sólinni.
Stór hópur aðdáenda geimtölvuleikjarins EveOnline, sem staddur er á Íslandi, fylgdist með þessum kosmíska atburði við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu.
Athugasemdir