Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ráfa um göturnar eftir að Dagsetrinu var lokað: „Var okkar eina haldreipi“

Hús­næði þar sem heim­il­is­laus­ir höfðu að­stöðu var selt og því lok­að um miðj­an mán­uð. Hjálp­ræð­is­her­inn vinn­ur að nýj­um samn­ingi við borg­ina. Her­bert Marínós­son von­ast til að kom­ast inn fyr­ir vet­ur­inn. Hann er 73 ára gam­all og hef­ur ver­ið heim­il­is­laus í átta ár.

Ráfa um göturnar eftir að Dagsetrinu var lokað: „Var okkar eina haldreipi“

Dagsetrið var staður þar sem heimilislausir og fólk í vímuefnavanda gat fengið skjól yfir daginn. Nú er hins vegar búið að selja húsnæðið að Eyjaslóð 7 þar sem Dagsetrið var til húsa og loka starfseminni. Það gerðist þann 16. ágúst, þegar það þurfti að tæma húsið. Það þýðir að einstaklingar sem eiga hvergi heima og nýttu sér áður aðstöðuna geta hvergi leitað skjóls yfir daginn, ekki nema rétt á meðan Súpueldhúsið hjá Hjálpræðishernum er opið í hádeginu. 

Rannvá Olsen er forstöðukona Dagsetrins. Hún hefur áhyggjur af ástandinu og segir brýnt að bregðast við. Það segir líka einn úr þessum hópi sem blaðamaður Stundarinnar hitti á förnum vegi þar sem hann var staddur í Fógetagarðinum, að drepa tímann í rigningunni þar til hann kemst inn í Súpueldhúsið í kvöld. Hann þakkaði fyrir að eiga góða úlpu en sagðist þurfa að komast eitthvert inn svo hann gæti saumað hana saman þar sem hún hefur rifnað og fest á hana tölur.

Hugsar til látinna félaga

Herbert Marínósson er 73 ára gamall borgarbúi sem á ekkert þak yfir höfuðið. Hann harmar að Dagsetrinu hafi verið lokað. „Þetta raskar leiðum, gönguleiðum um borgina. Maður fer yfirleitt eftir fastri rútínu um borgina. Þetta raskar því hvaða leiðir maður fer.

Svo er veturinn framundan. Allt á þessu landi byggist á veðri og vindum. Það getur orðið alveg skjóllaust í vetur ef engin afdrep eru. Þetta var okkar eina haldreipi,“ segir Herbert í samtali við Stundina. „Það er ótækt að vera úti í svona vatnsveðri eins og var fyrripartinn í dag. Það er nú búið að stytta upp, sem betur fer. Það á að vera prýðisveður á morgun en það er aldrei á vísan á róa með þetta.“

Hann hugsar til þeirra sem hafa látist á götunni. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af því. En maður ræður ekkert við það,“ segir hann hugsi og bætir því við að vandinn sé að hluta til Útlendingastofnunnar. „Meiri hluti þeirra sem sækja í skýlið eru útlendingar.“

„Allt á þessu landi byggist á veðri og vindum. Það getur orðið alveg skjóllaust í vetur ef engin afdrep eru.“

Reyna að semja við borgina

Nú standa yfir viðræður við borgina. „Við erum að reyna að gera samning við borgina,“ segir Rannvá, „ég get ekki greint betur frá því að svo stöddu en ég vonast eftir samstarfi við borgina varðandi þennan málaflokk. Við erum búin að sinna honum svo lengi, byrjuðum árið 2007 og svo kom borgin inn í þetta seinna. Þannig að Hjálpræðisherinn hefur verið að sinna þessu svolítið einn en við viljum fá borgina til að hjálpa okkur með þetta, því þetta snýst um borgarbúa.“

Á meðal þeirra sem hafa verið að nýta úrræðið eru bæði Íslendingar og útlendingar, sem eru heimilislausir, margir í neyslu áfengis eða vímuefna en ekki allir. Þótt búið sé að loka Dagsetrinu eru Borgarverðir enn að störfum og sinna heimilislausu fólki á daginn ef það er í vandræðum. „Nú geta þeir reyndar ekki keyrt þá í Dagsetrið þannig að fólk fer þá í fangaklefa eða til okkar. Sem er alls ekki slæmt. Fólk er þá ekki á götunni á meðan,“ segir Rannvá. „Annars labbar fólk bara úti á meðan staðan er svona. Að sjálfsögðu er brýnt að bregðast við.“

Herbert furðar sig þó á því hvað hann sér borgarverðina sjaldan. „Þeir sjást varla. Þeir vita ekkert hvað þeir eiga að gera og fara aðallega með fólk í fangaklefa. En þótt þeir fari ekki út í Örfirsey þá gætu þeir farið leiðir innan bæjar til að koma okkur á milli staða. Þetta byggist á því að komast einhvers staðar inn og á milli staða. Ég er ekki göngufær.“

Veturinn framundan 

Rannvá segir að á milli 18-40 manns hafi leitað daglega í Dagsetrið, eftir því eftir því hvað langt var liðið á mánuðinn. „Stundum áttu allir peninginn og þá komu fáir. Stundum átti enginn pening og þá komu allir. Það fór eftir því hvenær þeir voru ríkir og hve lengi. Oftast voru þetta um þrjátíu einstaklingar sem voru að koma daglega.“

Hún þakkar fyrir að veturinn sé ekki skollinn á og vonast til þess að hægt verið að grípa til ráðstafana áður en það gerist. „Það er ekki orðið svo kalt núna þótt dagurinn í dag hafi verið hundleiðinlegur. En það þarf að hugsa þetta vandlega fyrir veturinn. Og veturinn byrjar svo snemma, í október, nóvember er orðið kalt og hrátt og leiðinlegt. Að sjálfsögðu þarf að gera eitthvað í þessu.“ 

„Þeir vita ekkert hvað þeir eiga að gera og fara aðallega með fólk í fangaklefa.

Á götunni í átta ár

Herbert hefur verið heimilislaus frá árinu 2007. Þá fékk hann reikninga fyrir viðgerðum á húsinu sem hann taldi ranga og neitaði að borga. „Þeir þrjóskuðust við og mér var hent út. Þetta voru vitlausir reikningar sem ég fékk út af viðgerðunum á Skúlagötu og annað eftir því. Það vantaði heila brú í þetta en þeir neituðu að endursemja og bættu seðilgjöldum ofan á, og endalausum kostnaði. Þetta var eins og pýramíti sem byggðist upp.“

Veturinn 2009-2010 hafði hann aðgang að geymsluhúsnæði í Yrsufellinu þar sem hann gat farið inn og yljað sér. Síðan var því lokað haustið 2010. „Þá fór ég í skýlið.“

Aðspurður hvað haldi honum gangandi, öll þessi ár í harkinu, segist hann ekki vitað það lengur. „Ég er hættur að hugsa út í það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
1
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
„Má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“
6
FréttirFlóttamenn

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eft­ir ham­ingju­sam­ur hér?“

Mót­mæli gegn brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamim­is á Aust­ur­velli eru síð­asta von hans og for­eldra hans, seg­ir vin­kona fjöl­skyld­unn­ar. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ Þing­mað­ur spyr hvort ís­lensk stjórn­völd vilji raun­veru­lega vera ábyrg fyr­ir því að stytta líf drengs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
6
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
7
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
10
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
10
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár